Nikki Garrett
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nikki Garrett – 8. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Nikki Maree Garrett.  Nikki er fædd 8. janúar 1984 og því 29 ára í dag.

Nikki gerðist atvinnumaður í golfi seint á árinu 2005 og var komin á Evrópumótaröðina (ens. Ladies European Tour, skammst. LET) árið 2006. Hún vann ekki mót á nýliðaári sínu en var 4 sinnum meðal 10 efstu í mótum LET og lauk 1. ári sínu í 12. sæti á peningalista mótaraðainnar það ár, þ.e. með  €99,445 í verðlaunfé. Hún hlaut,Ryder Cup Wales Rookie of the Year, þ.e. var valin nýliði ársins 2006. Árið 2007 sigraði hún tvisvar sinnum í röð á LET þ.e. á Tenerife Ladies Open and the Open de España Femenino.

Sem stendur spilar Nikki Garrett bæði á ALPG í Ástralíu og á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna. Í fyrra, árið 2012, komst hún m.a. í fréttirnar fyrir frábæran fyrsta hring, 64 högg, á Tenerife Open de España Femenino. Hún leiddi mestallt mótið en varð að sætta sig við 4. sætið 2 höggum á eftir Stacy Keating, sem vann mótið.

Grein um Nikki Garrett í greinaflokknum Hver er kylfingurinn? var eitt vinsælasta fréttaefnið hér á Golf 1 á síðasta ári og má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is