Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2013 | 21:45

PGA: John Daly neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurð á Sony Open á Hawaii – Myndskeið

John Daly vekur jafnan athygli hvar sem hann fer.

Daly, sem sigrað hefir tvö risamót, átti afleitan hring í gær upp á 79 högg á Sony Open (var með 45 högg á fyrri 9 og 34 högg á seinni 9).

Hringur Daly var jafnskrautlegur og hann sjálfur. Á þessum hring, sem var 3. hringur mótsins fékk hann þannig 3 fugla, 9 pör, 2 skolla, 2 skramba, 2 þrefalda skolla.

Það segir þó ekki alla söguna. Daly var skelfilega óheppinn og sýndi virkilega skemmtilega takta inn á milli m.a. í þessu myndskeiði þar sem hann setur niður fuglapútt af 52 feta færi á par-5, 9. holunni SMELLIÐ HÉR: