Russell Henley eftir sigurinn á Sony Open 2013 – Hann sigraði á fyrsta PGA Tour mótinu sem hann spilaði í!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2013 | 07:00

PGA: Henley sigraði á Sony Open

Nýliðinn Russell Henley sigraði á fyrsta móti sínu á PGA Tour á Waialea golfvellinum á Hawaii í gær. Þetta er 2. mót PGA mótaraðarinnar á þessu keppnistímabili og verður spennandi að fylgjast með Henley, 2013.

Hinn 23 ára Henley kom í hús á 63 glæsihöggum, sem er 7 undir pari; fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla.  Fimm fugla hans komu í röð á 14.-18. braut. Samtals spilaði Henley á 24 undir pari, 256 höggum (63 63 67 63).  Fyrir sigurinn fær Henley, auk verðlaunafjárins 3 ára undanþágu á PGA Tour og boðsmiða til að spila á the Masters risamótinu í vor. Í viðtalinu við Henley sem sjá má hér að neðan sagði hann það hafa verið draum sinn alla ævi að spila í því móti!

Henley átti lægsta skor keppenda á lokahringnum ásamt Tim Clark frá Suður-Afríku, sem varð í 2. sæti 3 höggum á eftir Henley. Clark spilaði samtals á 21 undir pari, 259 höggum (64 66 66 63).

Heilum 7 höggum á eftir Henley komu síðan þeir Scott Langley og Charles Howell III, sem deildu 4. sætinu, á samtals 17 undir pari, 263 höggum, hvor. Langley hélt ekki út spilaði „bara“ á parinu í gær, sem dugði ekki gegn feykisterkum Henley; en þeir tveir deildu forystunni fyrir lokahringinn.

Til þess að sjá úrslitin á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við sigurvegarann Henley SMELLIÐ HÉR: