
Evróputúrinn: Albatross Louis Oosthuizen á the Masters valið högg ársins 2012 – Myndskeið
Louis Oosthuizen, sem sigraði á Volvo Golf Champions í Durban, Suður-Afríku í gær, sunnudaginn 13. janúar 2013 og er þ.a.l. kominn í 4. sæti heimslistans nú, fékk s.s. allir muna frábæran albatross á lokadegi The Masters 2012 eftir að 253 yarda (231 metra) högg hans fór beint ofan í holu.
Þetta í fyrsta sinn sem nokkrum tókst að fá albatross á þessa par-5 2. holu á Augusta National. Jafnvel þó Oosthuizen yrði að láta í minni pokann fyrir Bubba Watson ákvað dómnefnd að högg hans væri aðeins flottara en 45 feta (15 metra) fuglapútt Justin Rose á lokadegi Ryder bikarsins þegar Rose vann mikilvægan sigur gegn Phil Mickelson. Því var albatross Oosthuizen valið högg ársins á Evrópumótaröðinni.
„Þetta er eftirminnilegasta högg mitt á ferlinum til þessa,“ sagði Oosthuizen.
„Að fá albatross er nógu sjaldgæft en að fá hann á lokahringnum á Augusta þegar maður er að berjast um sigurinn á The Masters er mjög sérstakt og nokkuð sem ég mun ávallt minnast þegar ég horfi yfir feril minn.“
Sjá myndskeið af albatross Oosthuizen með því að SMELLA HÉR:
Sjá myndskeið af fuglapútti Rose á Ryder bikarnum, 12. október 2012 með því að SMELLA HÉR:
Heimild: Golf365.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024