Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2013 | 13:00

Evróputúrinn: Albatross Louis Oosthuizen á the Masters valið högg ársins 2012 – Myndskeið

Louis Oosthuizen, sem sigraði á Volvo Golf Champions í Durban, Suður-Afríku í gær, sunnudaginn 13. janúar 2013 og er þ.a.l. kominn í 4. sæti heimslistans nú, fékk s.s. allir muna frábæran albatross á lokadegi The Masters 2012 eftir að 253 yarda (231 metra) högg hans fór beint ofan í holu.

Þetta í fyrsta sinn sem nokkrum tókst að fá albatross á þessa par-5 2. holu á Augusta National. Jafnvel þó Oosthuizen yrði að láta í minni pokann fyrir Bubba Watson ákvað dómnefnd að högg hans væri aðeins flottara en 45 feta (15 metra) fuglapútt Justin Rose á lokadegi Ryder bikarsins þegar Rose vann mikilvægan sigur gegn Phil Mickelson.  Því var albatross Oosthuizen valið högg ársins á Evrópumótaröðinni.

„Þetta er eftirminnilegasta högg mitt á ferlinum til þessa,“ sagði Oosthuizen.

„Að fá albatross er nógu sjaldgæft en að fá hann á lokahringnum á Augusta þegar maður er að berjast um sigurinn á The Masters er mjög sérstakt og nokkuð sem ég mun ávallt minnast þegar ég horfi yfir feril minn.“

Sjá myndskeið af albatross Oosthuizen með því að SMELLA HÉR: 

Sjá myndskeið af fuglapútti Rose á Ryder bikarnum, 12. október 2012 með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Golf365.com