Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2013 | 10:27

Rory telur að tvít sín hafi haft nokkur áhrif á að McGinley fékk fyrirliðastöðuna – Myndskeið

Rory McIlroy telur að stuðningur sinn og tvít  hafi haft nokkur áhrif á það að Paul McGinley fékk fyrirliðastöðuna í liði Evrópu í Ryder Cup 2014.

En hann var líka fljótur að bæta við að það hafi ekki bara verið stuðningi sínum að þakka heldur einnig flestra annarra leikmanna í kraftaverkaliðinu í Medinah; mönnum á borð við Ian Poulter, Luke Donald, Graeme McDowell og Justin Rose.

Það að svo margir leikmenn frá því í Medinah 2012 og sem líklega verða líka með í næsta Ryder Cup liði Evrópu 2014 lýstu svo eindregnum stuðningi við einn frambjóðanda í fyrirliðastöðuna hefir opnað á umræður um hvort liðsmenn eigi ekki í framtíðinni að hafa meira að segja um hver verði fyrirliði liðsins.

Sem stendur er það 16 manna leikmannanefnd Evrópumótaraðarinnar sem tók ákvörðun með atkvæðagreiðslu hver yrði næsti fyrirliði. Thomas Björn formaður leikmannanefndarinnar sagði að það hefði verið vilji leikmanna liðsins sem hefði haft úrslitaáhrif á hver hlaut fyrirliðastöðuna – sjá með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið af Rory eftir blaðamannafundinn í gær með leikmannanefndinni þar sem tilkynnt var að Paul McGinley hefði hlotið fyrirliðastöðuna SMELLIÐ HÉR: 

En er McGinley besta valið á fyrirliða liðs Evrópu í Rydernum 2014, af þeim sem buðu sig fram? – Það finnst einum þekktasta golfkennara heims Butch Harmon SMELLIÐ HÉR: