Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2013 | 17:00

Rory vakti til að horfa á kærestuna sigra

Flestar fréttir í dag og gær virðast vera af nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy.  Hér er ein í viðbót.  Rory fór seint að sofa í gær, sem hafði svolítið að gera með viðhafnaratburðinn sem Nike Golf stóð, fyrir þar sem opinberlega var tilkynnt um nýjasta liðsfélaga Nike, Rory.

Á eftir viðburðinn í gær í Abu Dhabi sem líktist helst flottum útitónleikum, fór Rory upp á hótel og horfði langt fram á nótt kærestu sína, Caroline Wozniacki vinna fyrstu umferð sína í Australian Open, í þremur settum.

„Henni finnst gaman að spila 3 sett,“ sagði syfjaður Rory  í morgun í Abu Dhabi Golf Club. „Þetta er erfitt en mér fannst bara eins gott að horfa á leikinn og gleyma svolítið stressinu.

Skv. Caroline Wozniacki, fór Rory að sofa um miðnætti og vaknaði kl. 3 um morguninn til þess að horfa á leik hennar við hina þýsku Sabine Lisicki.

„Ég held að ég hafi ruglað svefninum hjá honum svolítið,“ sagði hún. „Þetta er svo sannarlega einlægur aðdáandi!“

Heimild: Golf Channel