Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2013 | 03:00

Tom Watson óskar Paul McGinley til hamingju með fyrirliðastöðuna

Fyrirliði Bandaríkjamanna, Tom Watson,  óskaði nýkjörnum fyrirliða liðs Evrópumanna í Ryder bikarnum, Paul McGinley, til hamingju í gærkvöldi með útnefninguna sem fyrirliði.

Flestir voru hissa á vali Bandaríkjamanna á Watson sem fyrirliða, en Bandaríkjamenn eru ákveðnir í að hefna ófaranna í síðustu Ryder bikarkeppni, á heimavelli Evrópumanna í Gleneagles, Skotlandi, 2014.

Þar sem val Bandaríkjamanna var „stórt nafn“ hálfgerð golfgoðsögn (Watson) þá varð það til þess að  Colin Montgomerie kom til tals sem fyrirliði, sem maður sem ekki mundi visna við hlið Watsons.  Hinir sem orðaðir voru við fyrirliðastöðuna voru Skotinn Paul Lawrie og Norður-Írarnir Paul McGinley og Darren Clarke en sá síðastnefndi dró sig þó fljótt úr kapphlaupinu um fyrirliðastöðuna. 

Formaður leikmannanefndar Thomas Björn sagði í gærkvöldi að það hefði verið einróma ákvörðun að velja McGinley sem þann til þes að takast á hendur Tom Watson í Skotlandi og Watson var fljótur að óska McGinley til hamingju.

„Ég vil óska Paul McGinley til hamingju með að vera valinn næsti Ryder Cup fyrirliði Evrópumanna og býst við að ástríða hans og ást á viðburðinum (Ryder Cup keppninni) muni skila honum sem framúrskarandi leiðtoga liðs síns, árið 2014, í Gleneagles,“ sagði Watson.

„Paul hefir verið tengdur 4 sigrum Ryder Cup liðs Evrópumanna og hann er framúrskarandi fulltrúi evrópsks golfs. Ég hlakka til að deila sviðinu með honum þegar við hefjum förina til Skotlands.“

Forseti PGA í Bandaríkjunum, Ted Bishop, sem hafði forgöngu um valið á Watson, óskað McGinley líka til hamingju.

„Bandaríska PGA óskar Paul McGinley til hamingju með að vera næsti Ryder Cup fyrirliði Evrópu. Ég mun aldrei gleyma því þegar Paul setti niður púttið á 18. holunni á Belfry til þess að jafna við Jim Furyk, sem varð til þess að Evrópa vann Ryder bikarinnn og gleðistökk hans (McGinley) í nærliggjandi tjörn,“ sagði Bishop.

„Sýnir af tilfinningaþrungnum Paul með írska fánann vafðann um líkama sinn er nokkuð sem ég mun ávallt minnast. Við göngum til liðs við félaga okkar og vini hinum meginn Atlantshafs í undirbúningi á því sem ætti að verða einn af stórkostlegustu köflum í sögu Ryder bikarsins.“

Watson tvítaði líka að McGinley væri „klassa náungi“ og nýi fyrirliði Evrópu svaraði með því að lýsa aðdáun sinni á áttföldum sigurvegara risamóta, Tom Watson.

„Tom Watson er náungi sem ég þekki ekki vel en hann er virkilega góður gæi; hann stendur fyrir allt sem er gott við golf og ég tel að ég muni læra margt af honum líka.“

„Hann (Watson) er stórkostlega vel liðinn ekki bara af Skotum heldur líka Írum fyrir utan að vera raunveruleg goðsögn leiksins.“

Heimild: Sky Sports