Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2013 | 10:00

McGinley g. Watson – Viðureign Davíðs og Golíat?

Breska dagblaðið The Sun birti ágætis grein í gær þar sem fram kemur að Paul McGinley viðurkenni að viðureign hans við Tom Watson megi líkja við golflega viðureign Davíðs við Golíat.

Nývalinn fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu viðurkennir að ferill sinn sé veigalítill í samanburði við feril bandarísku golfgoðsagnarinnar Tom Watson.

McGinley, 46 ára, hefir t.a.m. aldrei verið meðal 5 efstu í risamótum meðan Watosn hefir sigrað 8 sinnum, þ.á.m. 5 sinnum á Opna breska.

Og 4 sigrar Írans (McGinley) blikna við hlið 70 sigranna sem Watson hefir í beltinu.

En báðir eru ósigraðir í Ryder bikarnum, þar sem McGinley á sína frægustu stund, þegar hann setti niður sigurpúttið á The Belfry 2002 og bar sigur úr býtum í 2 öðrum Ryder bikars keppnum.

McGinley var líka varafyrirliði í tveimur sigrum Evrópu meðan hinn 63 ára Watson var í sigurliði Ryder Cup liðs Bandaríkjanna 3 sinnum og var í einu liði sem náði jöfnu.  Watson var líka fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjanna 1993, fyrir 20 árum – síðasta skiptið sem Bandaríkjamenn hafa sigrað á evrópskri grundu.

 McGinley sagði m.a.: „Ég verð að sætta mig við að það að ég mæti Tom gæti verið meðtekið sem viðureign Davíðs gegn Golíat. En ég er mög heppinn að við eigum svo marga frábæra leikmenn í Evrópu sem stendur.“

„Staðreyndin að við höfum sigrað í 7 af síðust 9 Ryder Cup keppnum og að við erum á heimavelli í Gleneagles er mjög hvetjandi.“

Watson var fljótur að senda hamingjuóskir eftir að hann heyrði um útnefningu McGinley, sem fyrirliða: „Til hamingju Paul McGinley með Ryder Cup fyrirliðastöðuna.“

„Hlakka til samkeppni okkar í framtíðinni. Þú ert klassa náungi.“

McGinley svaraði: „Þakka þér – það er mjög huggulegt að fá svona fallegt sms frá einni af hetjum okkar.“

„Tom er náungi sem ég þekki takmarkað. Hann er með sterk tengsl við skoskt golf eftir að hafa unnið flesta sigra sína á Opna breska þar, en hann er með svipuð tengsl við Íra.“

„Hann stendur fyrir allt sem er gott við golfleikinn.“

Ryder Cup konungurinn Ian Poulter, sem horfir í að taka þátt í 5. Ryder bikars keppni sinni tvítaði: “Paul McGinley Ryder Cup fyrirliði, er svo sannarlega virkilega ánægður með að hann hafi fengið tækifæri.”

Það var mikið hvíslað um að „dirty tricks“ þ.e. bellibrögð hefðu verið viðhöfð í fyrirliðaslagnum, en honum lauk með því að Darren Clarke dró sig úr kapphlaupinu og lýsti stuðningi við Colin Montgomerie.

Thomas Björn, formaður leikmannanefndar Evrópumótaraðarinnar sagði í gær að McGinley hefði verið valinn einróma.

Hann bætti við: „Það voru 5 nöfn á borðinu — Paul, Colin Montgomerie, Sandy Lyle, Paul Lawrie og Miguel Ángel Jiménez.“

„En það tók minna en klukkustundar umræður þegar ljóst var að Paul (McGinley) var sá sem hafði mesta fylgið.“