Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2013 | 11:00

McGinley þakkar McIlroy fyrir stuðninginn

Paul McGinley þakkaði landa sínum Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum í golfi í gær, fyrir stuðninginn og hlut hans í því að hann var valinn fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2014.

McGinley sagði m.a.: „Maður verður auðmjúkur og þetta er vika (Ryder Cup vikan 2014) sem ég hlakka virkilega til. Ég vissi að ég átti stuðning leikmannanna – ekki bara Rory.“

„Ef Rory kemst ekki í liðið af eiginn sjálfsdáðum, þá á hann góða möguleika á að vera val fyrirliðans núna!“ grínaðist McGinley.

Í viðtali sem tekið var við Rory sagði nr. 1 á heimslistanum m.a.:„Mér er sama þó við séum í Davíð og Golíats stöðu hvað varðar fyrirliða. Ryderinn vinnst á vellinum en ekki á sviðinu (þar sem fyrirliðarnir standa).“ Rory  mætti á blaðamannafundinn til þess að óska Paul McGinley til hamingju með útnefninguna sem fyrirliða í eiginn persónu.