Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2013 | 17:45

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi í 8. sæti eftir fyrri dag á St. Leo Invitational í Flórída

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey tekur um þessar mundir þátt í St. Leo Invitational háskólamótinu í Flórída, sama háskóla og Ragna Björk, klúbbmeistari GKG 2012 stundar nám í.

Eftir fyrri dag er Arnór Ingi í 8. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum keppendum.  Hann spilaði fyrstu 2 hringina á samtals 149 höggum (76 73).

Belmont Abbey, lið Arnórs Inga er í 2. sæti í mótinu og telur skor Arnórs Inga, sem er 2.-3. besta skor liðsins.

Þriðji og lokahringurinn er þegar hafinn og verður Golf 1 með úrslitafrétt um leið og þau ligga fyrir.

Sjá má stöðuna eftir fyrri dag St. Leo Invitational með því að SMELLA HÉR: