Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2013 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 9. sæti eftir fyrri dag á sterku móti í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State er þessa dagana 4.-5. febrúar að spila á sterku móti í bandaríska háskólagolfinu, Rice Intercollegiate.

Spilað er í Westwood Golf Club í Houston Texas.

Tveir fyrstu hringir mótsins voru leiknir í gær og var Andri Þór T-9 eftir þá, þ.e. deildi 9. sætinu ásamt öðrum kylfingum, sem er glæsilegt en þátttakendur í mótinu eru 81.

Eftir fyrstu 2 hringina er Andri Þór á 1 yfir pari, 145 höggum (70 75).

Fylgjast má með stöðunni og gengi Andra Þórs, en 3. og lokahringurinn er þegar hafinn, með því að SMELLA HÉR: