
Heimslistinn: Phil Mickelson kominn í 10. sætið
Við sigurinn á Waste Management Phoenix Open s.l. helgi fer Phil Mickelson úr 22. sæti í 10. sæti heimslistans nú í þessari viku og er því á nýjan leik kominn meðal heimsins bestu 10 kylfinga.
Brandt Snedeker sem varð í 2. sæti á mótinu fer úr 7. sæti heimslistans í það 6. og er það, það hæsta sem hann hefir komist á heimslistanum. Við þetta færist Adam Scott úr 6. sætinu í það 7.
Staða efstu manna á heimslistanum er að öðru leyti óbreytt: 1. sæti Rory McIlroy (12.23 stig); 2. sæti Tiger Woods (9.15 stig); 3. sæti Luke Donald (7.76 stig); 4. sæti Justin Rose (6,53 stig); 5. sæti Louis Oosthuizen (6.52 stig); 6. sæti Brandt Snedeker (6.25 stig); 7. sæti Adam Scott (5.96 stig); 8. sæti Lee Westwood (5.61 stig); 9. sæti Bubba Watson (5.26 stig) og Phil Mickelson (5.24 stig):
Stephen Gallacher sem sigraði á Omega Dubai Desert Classic um helgina fór úr 111. sætinu í 60. sætið og getur með góðum árangri næstu 3 vikurnar hugsanlega unnið sér þátttökurétt í fyrsta sinn á the Masters risamótið.
Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022