Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 13:30

Ólafía Þórunn og Jar of Hearts

Ólafíu Þórunni Kristinsdótttur, GR og Wake Forest er margt til lista lagt.

Ekki aðeins varð hún klúbbmeistari GR, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2011 og sigraði m.a. á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í fyrrasumar, 2012, í Leirunni, nýkomin að utan og er ein af okkar albestu kvenkylfingum, heldur getur hún líka sungið og spilað á gítar s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Þar tekur hún Christinu Perri lagið Jar of Hearts. Myndskeiðið var sett á You Tube í gær.

Næsta mót Ólafíu Þórunnar í bandaríska háskólagolfinu með Wake Forest er eftir nákvæmlega viku, þ.e. Northrop Grumman Regional Challenge mótið í Palos Verdes, Kaliforníu.

Til þess að sjá Ólafíu Þórunni flytja lagið Jar of Hearts SMELLIÐ HÉR: