Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 13:30

Golfútbúnaður: Nýju Scotty Cameron Select GoLo 5 pútterarnir

„Með því að vinna með bestu kylfingum heims hef ég fengið ótrúlega endurgjöf upplýsinga.“ Þetta er orð hins fræga púttera hönnuðar, Scotty Cameron. Hann hefir notfært sér upplýsingarnar við hönnun á nýju Scotty Cameron Select GoLo 5 pútterunum.

Upprunalegi GoLo pútterinn kom á markað sl. sumar með dökka yfirbragði sínu, mallet laginu og stillanlegu þyngdarkerfi. Nú í ár hafa Scotty Cameron og teymi hans þróað nýja púttera og nú eru á markaðnum tvær gerðir GoLo 5 og GoLo S5 pútterar.

Þessar gerðir púttera hafa verið þróaðar á grundvelli rannsókna og skv. upplýsingum þeirra kylfinga sem eru á samningi hjá Titleist. Lykilmunurinn  á upprunalega GoLo pútternum og þeim nýja er stærð púttershöfuðsins. Nýi pútterinn er með 10% minna höfuð og með útlit sem féll meira að smekk Titleist kylfinganna.

Cameron sagði m.a.„ „Hjá mörgum kylfinum færir nýja útlitið meira sjálfsöryggi og stjórn til að ná fram flæði í púttstrokunni.“

Nýja púttershöfuðið kemur í tveimur nýjum módelum The Scotty Cameron Select GoLo 5 (hér að neðan) þar sem skaftið er beygt.

address

meðan skaftið á GoLo S5 (sjá hér að neðan) er beint, þaðan kemur ‘S-lögunin’, nálægt miðju skaftsins.

centre

Bæði módelin verða fáanleg 15. mars 2013 og kosta £278 (u.þ.b. 55.000 íslenskar krónur) út úr búð í Bretlandi.