Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 08:20

Allen Wronowski tekinn í frægðarhöll kylfinga

Núverandi heiðursforseti PGA, Allen Wronowski frá Bel Air, er einn af 8 sem hljóta inngöngu í PGA Golf Professional Hall of Fame, þ.e. frægðarhöll kylfinga.

Wronowski, sem er 58 ára, er núverandi PGA framkvæmdarstjóri í Hillendale Country Club í Phoenix,  Baltimore County.

Hann hlýtur inngöngu í frægðarhöllina með viðhöfn 12. mars n.k. í PGA Education Center í PGA Village í Port St. Lucie, Flórída.

Meðal heiðurs sem nýju félagarnir í frægðarhöllinni hljóta er að nöfn þeirra verða grafin í granít á bakhlið PGA golfsafnsins.

Wronowski var 37. forseti bandaríska PGA frá nóvember 2010 – nóvember 2012. Hann hefir verið í Hillendale frá árinu 1979, fyrst sem aðstoðargolfkennari, síðan sem yfirgolfkennari (1990) áður en hann var útnefndur forseti PGA 2010.

Meðal lærifeðra Wronowski var Bill Clarke sem líka kenndi við Hillendale Country Club, en klúbburinn státar nú af því að vera fyrsti og eini klúbburinn til þess að hafa haft tvo forseta bandaríska PGA á launaskrá sinni.