Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 11:30

GSG: Golfmót í Sandgerði á laugardag

Á  laugardaginn 9. febrúar n.k. fer fram golfmót á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.

Leikfyrirkomulag er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf.

Veitt verða 1 verðlaun fyrir höggleikinn og fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni.

Jafnframt eru veitt nándarverðlaun á 2. braut.

Þátttökugjald er kr. 2.500,- og innifalin er súpa og brauð.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa mótið yfir á sunnudag ef ekkier hægt að spila vegna veðurs.

Skráning fer fram á Golf1.is og má komast þar inn með því að SMELLA HÉR: