
GR: Nanna Björg og Signý Marta efstar eftir 3 umferðir í Púttmótaröð GR-kvenna
Kvennanefnd GR ritaði eftirfarandi um 3. umferð á Púttmóti GR-kvenna:
„Ríflega eitthundrað konur mættu á þriðja púttkvöld vetrarins og stemningin var ljúf. Gaman að sjá hvað margar sitja eftir púttið og láta fara vel um sig með spjalli og léttum veitingum.
Okkur í kvennanefndinni þykir afskaplega vænt um þá góðu stemningu sem er að skapast á þessum kvöldum.
Samveran er gefandi og þægileg í alla staði og greinilegt að hópurinn okkar er samrýmdur og þéttur.
Spilað var líkt og í síðustu viku, bæði í salnum og inní „herbergi“ þar sem áferð undirlagsins gerði sumum okkar nokkra skráveifuna. Það er bara gaman að því og engin ástæða til að örvænta því enn eru fimm kvöld eftir og nægur tími til að bætast í hópinn og/eða bæta skorið.
Spennan á toppnum eykst, besta skorið er enn 29 högg og aðeins tímaspursmál hvenær einhver okkar bætir það!
Þær Nanna Björg og Signý Marta eru jafnar í efsta sæti eftir þrjá hringi en það er stutt í þær næstu og allt getur gerst á næstu kvöldum.

Signý Marta Böðvarsdóttir er efst í Púttmótaröð GR-kvenna 2013 ásamt Nönnu Björg. Mynd: Í eigu Signýjar Mörtu

Nanna Björg Birgisdóttir er efst í Púttmótaröð GR-kvenna 2013 ásamt Signýju Mörtu. Mynd: Í eigu Nönnu Bjargar
Meðfylgjandi er staðan eftir þrjú fyrstu kvöldin.
Hlökkum til að sjá ykkur (í kvöld, miðvikudaginn 6. febrúar 2013)
Kær kveðja,
Kvennanefndin“
Staða efstu kvenna á Púttmótaröð GR eftir 3 umferðir er eftirfarandi:
1.-2. sæti Nanna Björg Lúðvíksdóttir 94 pútt
1.-2. sæti Signý Marta Böðvarsdóttir 94 pútt
3. sæti Margrét Eyrún Birgisdóttir 95 pútt
4. sæti Ingunn Steinþórsdóttir 96 pútt
5.-9. sæti Stella Hafsteinsdóttir 97 pútt
5.-9. sæti Auður Kristjánsdóttir 97 pútt
5.-9. sæti Rakel Kristjánsdóttir 97 pútt
5.-9. sæti Auðbjörg Erlingsdóttir 97 pútt
5.-9. sæti Elín Sveinsdóttir 97 pútt
Til þess að sjá stöðuna á púttmótaröð GR kvenna eftir 3 umferðir í heild SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar