Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2013 | 07:15

Brandt Snedeker sigraði á Pebble Beach – Hápunktar og högg 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Brandt Snedeker sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Snedeker spilaði samtals á 267 höggum (65 68 68 66) og átti 2 högg á þann sem næstur kom Chris Kirk. Fyrir sigurinn fékk Snedeker ekki bara 500 FedEx stig heldur líka tékka upp á $1,170,000.00 (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna). Þriðja sætinu deildu 3 kylfingar James Hahn, Kevin Stadler og Jimmy Walker, allir á samtals 272 höggum, þ.e. 5 höggum á eftir Snedeker og í 6. sæti varð síðan Jason Day, á samtals 273 höggum. Til þess að sjá úrslitin á AT&T Pebble Beach National Pro-Am SMELLIÐ HÉR:   Til þess að sjá hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 20:00

Viðtalið: Gylfi Sigfússon GR og GV

Þann 14. júní 2012 var stofnaður Afrekssjóður kylfinga, Forskot, en stofnaðilar voru 5, þ.e. : GSÍ, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki og Valitor.  Markmið sjóðsins er að styðja íslenska kylfinga, sem stefna að því að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni, með það að markmiði að við Íslendingar komum að okkar fulltrúum, þ.e. kylfingum, á Ólympíuleikana 2016, en til þess þurfa þeir að ná inn á atvinnumótaraðirnar Evrópumótaraðirnar (karla/kvenna), LPGA og PGA. Tveir til fimm kylfingar munu verða styrktir á hverju ári og í fyrra var úthlutað 15 milljónum. Það er fagteymi, með landsliðsþjálfara í broddi fylkingar, sem velur styrkþega hverju sinni. Einn þeirra sem undirritaði stofnsamninginn er forstjóri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 18:00

The Clicking of Cuthbert 7. saga: Langa brautin

Hér fer 7. sunnudagsgolfsmásagan af 10 eftir enska gamanhöfundinn P G Wodehouse. Þessi heitir „Langa brautin.“ Ungi maðurinn tróð í pípu sína bitur og sagði: „Ef það er eitthvað sem mér verður illt af þá eru það golf-lögfræðingar.  Það ætti að banna þeim að spila golf.“ Elsti félaginn hóf hvítar augnbrýr sínar í spurn: „Lögmennska er heiðvirð starfsgrein.  Af hverju ætti að banna þeim sem hana stunda að spila golf?“ „Ég á ekkert við alvöru lögfræðinga,“ sagði ungi maðurinn og biturleikinn fór aðeins dvínandi. „Ég á við þá sem telja bestu kylfuna sína vera golfreglubókina. Þú þekkir þessa tegund manna. Í hvert sinn, sem maður hefir unnið holuna draga þeir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Mississippi State í 10. sæti á Sun Trust Gator Invitational eftir 1. dag

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í gær keppni Sun Trust Gator Invitational mótinu. Það er University of Florida, sem er gestgjafi og leikið er á Mark Bostik golfvellinum, í Flórída. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Eftir 1. dag, þar sem spilaðir voru 2 hringir var Axel á samtals 7 yfir pari (72 75) og deildi 45. sætinu. Hann var á 3.-4. besta skori Mississippi State golfliðsins og taldi skor hans því, en liðið var T-10. Lokahringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með gengi Axels og Mississippi State með því að SMELLA HÉR:       

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 14:25

Evróputúrinn: Richard Sterne sigraði á Joburg Open

Heimamaðurinn Richard Sterne bar sigurorð af keppinautum sínum í dag á Joburg Open. Sterne spilaði á samtals glæsilegum 27 undir pari, 260 höggum (63 65 68 64) og átti 7 högg á þann sem næstur kom risamótstitilhafann og landa sinn, Charl Schwartzel.  Á hringnum í dag tapaði Sterne hvergi höggi, fékk 8 fugla og 10 pör. Þetta er fyrsti sigur Sterne á Evrópumótaröðinni í 4 ár en hann hefir verið mikið frá leik (missti m.a. algerlega af keppnistímabilunum 2010 og 2011) vegna liðagigtar í baki. Síðast vann Sterne 21. desember 2008 South African Open Championship, en þar bar vann hann Gareth Maybin í umspili.  Alls hefir Sterne nú sigrað í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Danivalsdóttir – 10. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Katrín Danivalsdóttir. Katrín er fædd 10. febrúar 1958. Hún er mikill FH-ingur og á dótturina Guðnýju Tómasdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Katrínu til hamingju með afmælið hér að neðan:   Katrín Danivalsdóttir (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Greg Norman, 10. febrúar 1955 (58 ára); Alexis Thompson, 10. febrúar 1995 (18 ára) …. og …..   Herdís Sigurjónsdóttir (64 ára) Einar Lyng Hjaltason (42 ára) Guðmundur Ingvi Einarsson (32 ára)   Íris Katla Guðmundsdóttir (21 árs) Flottustu Fötin (24 ára) Setrið Í Setbergsskóla (20 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 12:00

ALPG & LET: Lydia Ko vann sögulegan sigur á ISPS Handa NZW Open!

Hin 15 ára Lydia Ko sigraði í morgun á 3. atvinnumannamóti sínu, ISPS Handa NZW Open!!! Hún hefir ekki mikinn tíma til að hugsa um sigurinn því hún flýgur nú þegar í dag til Ástralíu, því hún á bókaðan æfingahring á Royal Canberra golfvellinum snemma í fyrramálið. „Ég er spennt fyrir því að taka þátt í Opna ástralska. Þetta er annað LPGA mót og er ansi spennandi. Ég verð bara að róa sjálfa mig svolítið og byrja fersk í næstu viku,“ sagði Ko. Hún hefir allan rétt í heiminum að vera glöð og svolítið upp í loft eftir að hafa sett niður 1 meters pútt á lokaholunni en þar með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 11:25

Evróputúrinn: Joburg Open í beinni

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Joburg Open, sem fer fram á Royal Johannesburg & Kensington golfvellinum í Johannesarborg í Suður-Afríku. Spilað er á tveimur völlur Austur og Vestur-völlunum (ens. East and West). Margir af bestu kylfingum Suður-Afríku taka þátt og nægir þar að nefna Charl Schwartzel, Richard Sterne, George Coetzee og Thomas Aiken. Eins taka þátt margir góðir kylfingar af Evróputúrnum menn á borð við Robert Rock og Richard Finch og aðrir góðir s.s.Titleisterfinginn Peter Uihlein sem og norski frændi okkar Espen Kofstad. Sjá má útsendingu í beinni á netinu frá lokahring Joburg Open með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Joburg Open SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 10:30

PGA: Hápunktar og högg 3. dags á AT&T Pebble Beach National Pro-Am

Það eru þeir Brandt Snedeker og James Hahn, sem leiða fyrir lokahring AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem spilaður verður í kvöld. Báðir eru samtals búnir að spila á 12 undir pari, hvor og hafa 1 höggs forystu á Chris Kirk. Síðan kemur Patrick Reed á samtals 10 undir pari í 4. sæti og Richard H. Lee í 5. sæti á samtals 9 undir pari. Það stefnir í hörkukeppni í kvöld og spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari! Hins vegar er mótið ekki bara mót atvinnumanna í golfi heldur er söguleg hefð allt frá dögum Bing Crosby að leikarar og aðrir frægir kylfingar spili í Amateur-hlutanum s.s. heiti mótsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 23:55

PGA: Hahn og Snedeker leiða fyrir lokahring AT&T

Það eru Tour Championship sigurvegarinn Brandt Snedeker og Gangnam Style nýliðinn James Hahn sem leiða á AT&T Pebble Beach National Pro Am. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 202 höggum; Snedeker (66 68 68) og Hahn (71 65 66). Þriðja sætinu deila þeir Patrick Reed og Chris Kirk á samtals 10 undir pari, 2 höggum á eftir forystunni, en sá síðarnefndi á reyndar eftir að ljúka leik á 1 holu. Í 5. sæti er síðan Richard H. Lee á samtals 9 undir pari og 5 kylfingar deila 6. sætinu á 8 undir pari samtals, hver, þ.á.m. Retief Goosen frá Suður-Afríku. Skorið var niður eftir 3. Lesa meira