Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 08:00

Michelle Wie tilbúin í slaginn

Michelle Wie er nýútskrifuð með gráðu í  samskiptum (ens.: Communications) frá Stanford í Kaliforníu og er vongóð um að árið 2013 muni hún ná nýjum hæðum í golfinu.

Hún átti erfitt uppdráttar 2012 og var aðeins einu sinni á topp-10 á LPGA það ár og átti aðeins 19 hringi sem voru undir pari allt keppnistímabilið.

Nú eftir útskrift ætlar hún að einbeita sér að keppisgolfinu.

„Allt sem ég í raun man er að ég vildi bara fara og læra í Stanford og að ná því takmarki var alveg jafnmikilvægt og að spila golf. Þannig að hafa verið fær um að gera það var frábært,“ sagði Wie á blaðamannafundi fyrir mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, sem er samtarfsverkefni LPGA og ALPGA; Australian Women´s Open.

„Árið 2012 er eflaust eitt það versta á ferli mínum“ sagði Wie, fús til að viðurkenna að það sé ár sem hún vilji helst gleyma golflega séð.

„Þetta var erfitt. Eitt leiddi af öðru og snjóboltaáhrifin voru komin í gang. Það næsta sem ég vissi var að ég var að ströggla við að halda hausnum yfir vatni. En ég held að ég hafi lært mikið á síðasta ári. Ég held að allt ströggl fái mann til að skilja hvað maður verður að vinna í, í leiknum, hvað skortir á og það fær mann til að skilja að maður verður að vinna enn harðar og verða betri leikmaður. Ég byrjaði í raun alveg á byrjuninni.“

„Ég stefndi að algerum lágpunkti, en ég læt sjálfa mig bara ekki falla niður að þeim punkti. Það (golfið) er enn nokkuð sem ég elska. Stundum var það ströggl að hafa ekki gaman af hlutunum, en ég fór bara út þarna og gaf allt sem ég átti. Ég fékk mikla aðstoð frá mörgu fólki.“

En nú hefir Wie unnið mikið í sínum málum og er tilbúin í slaginn og vonar að hún nái stöðugum árangri.

„Stundum þarf maður bara að taka sig í gegn. Ég þarfnaðist frísins til þess að eiga tíma og reyna ekki að laga allt á einni viku fyrir mót, tók bara góðan mánuð, tvo mánuði til þess að koma mér aftur af stað, í staðinn fyrir að breyta öllu á einni viku.“

„Ég held að það sé það sem ég hafi gert í fríinu. Sumir blaðamenn spurðu mig að því hvað ég hefði verið að vinna í og ég svaraði þeim „öllu“. Það var erfitt að taka á eftir síðasta ár. Ekkert var sérstakt við síðasta ár þannig að ég varði miklum tíma í að tæta allt í sundur og byrja upp á nýtt.“

„Ég hitti David Leadbetter (einn besta golfkennara heims) mikið í fríinu, miklu meira en ég er vön og bara vann virkilega í sveiflunni minni, stutta spilinu, púttunum, öllu. Ég vildi að leikurinn minn í heild væri á öðru plani og vonandi verður 2013 virkilega gott ár.“

Heimild: Golf 365