Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 06:40

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 76 höggum eftir 1. dag Northrop Grumman National Challenge í Kaliforníu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „The Demon Deacons“, golflið Wake Forest háskólans, eru nú við keppni á Northrop Grumman National Challenge í Palos Verdes, Kaliforníu.

Alls eru þátttakendur í mótinu 88 frá 16 háskólum.

Eftir 1. dag deilir  Ólafía Þórunn 35. sætinu spilaði með 7 öðrum kylfingum;  lék 1. hring á 5 yfir pari, 76 höggum; þar sem hún fékk 1 fugl, 11 pör og 6 skolla.

Ólafía Þórunn er á besta skorinu í liði the Decons ásamt liðsfélaga sínum, Marissu Dodd, sem líka lék á 76 höggum.

The Deacons eru í 10. sæti eftir 1. dag.

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: