Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 09:30

Hvernig Michael Jordan hefir hjálpað Luke Donald við andlegu hlið golfsins

Þeir gætu ekki verið ólíkari – hinn hávaxni 1,98 metra hái  körfuboltasnillingur Michael Jordan, sem m.a. hefir verið uppnefndur „his Airness“ og fyrrum nr. 1 á heimslista golfsins, Luke Donald sem er 1,75 m, sem var eitt sinn fyrir óralöngu uppnefndur „the Plod.“

Jordan er hress og elskar veðmál og lífið í Las Vegas og almennt… að lifa lífinu, Donald er rólegur ,hinn fullkomni heimilisfaðir og herramaður.

Hins vegar eiga þeir tvennt sameiginlegt Chicago og báðir elska golf.

Jordan fluttist nýlega í $10 milljóna glæsihýsi sitt í Flórída og eru þeir Donald nágrannar, en Donald er að byggja sér hús í Flórída. Þeir spila gjarnan golf í The Bear´s Club.

„Michael er ágætis náungi og ég hef kynnst honum ágætlega og betur nú nýlega,“ sagði Donald.

Yvette Prieto og Michael Jordan

Yvette Prieto og Michael Jordan

„Kæresta hans [Yvette Prieto] og konan mín [Diane Donald]  eru góðar vinkonur og við spilum oft saman. Mér finnst alltaf gaman að tæma veski hans (en þeir vinirnir spila upp á bjór á 19 holunni).

Jordan er þekktur fyrir mikið keppnisskap og það hefir hjálpað andlegu hlið golfleiks Luke Donald mikið.

Heimild: The Telegraph