Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 09:00

Donald Trump með áform um að byggja 2. golfvöll í Skotlandi

Billjónamæringurinn Donald Trump hefir látið uppi að hann hyggist byggja annan golfvöll í Skotlandi.

Áform eru uppi um að byggja 18 holu golfvöll, sem Trump vill skíra í höfuðið á skoskri móður sinni Mary MacLeod.

Völlurinn á að vera við fyrri völl, sem Trump byggði í Skotlandi, Menie linksarann í Aberdeenshire, sem olli miklum deilum og fjaðrafoki þegar hann var byggður.

Teikningarnar af nýja vellinum liggja þegar fyrir og er þær eftir Dr. Martin Hawtree, sem líka hannaði fyrri völl Trump í Skotlandi. Meðal annarra frægra valla sem hann hefir komið að er hinn heimsþekkti Royal Birkdale.

Trump er að sögn mjög ánægður með teikningarnar að nýja vellinum og á m.a. að hafa sagt um  þær:„Enn eitt sinn er  hönnun Martin Hawtree snilli. Við erum með eitt besta land undir linksara í heiminum. Fordæmislaus eftirspurn að spila á keppnisvelli okkar hefir hraðað áætlunum okkar um að byggja annan völl.”