Nýju stúlkurnar á LET 2013: Cheyenne Woods (1. grein af 43)
Það voru 43 stúlkur sem hlutu kortin sín á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir tók m.a. þátt í úrtökumótinu en náði ekki að spila sig inn á Evrópumótaröð kvenna. Hér í kvöld hefst kynning á stúlkunum 43 sem hlutu kortin sín á LET og verður byrjaði á Cheyenne Woods, sem rétt marði að komast inn á mótaröðina, en hún deildi 36. sætinu með 6 öðrum stúlkum: Cheyenne Woods Ríkisfang: bandarísk Fæðingardagur: 25. júlí 1990 (22 ára). Fæðingarstaður: Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum. Gerðist atvinnumaður í golfi: 22. maí 2012. Lesa meira
Evróputúrinn: Jaco Van Zyl efstur eftir 1. dag Africa Open
Það er heimamaðurinn Jaco Van Zyl sem er efstur eftir 1. dag Africa Open. Það var mjög hvasst á East London golfvellinum í Eastern Cape í Suður-Afríku í dag þannig að fresta varð leik um 3 klst. Síðan var ákveðið að hætta leik og náðu ekki allir að ljúka hringjum sínum Van Zyl lék á 6 undir pari, 66 höggum og er í 1. sæti. Í 2. sæti á 5 undir pari er brasílíanski kylfingurinn Adilson Da Silva en hann náði aðeins að ljúka 8 holum og verður spennandi að sjá hvað hann gerir og hvort hann fer fram úr Van Zyl. Í 3. sæti á 4 undir pari, 68 Lesa meira
GH: Hagnaður af rekstri GH tæpar 2 milljónir
Aðalfundur G.H. var haldinn 7. febrúar mættu 29 félagar klúbbsins. Helst er það að frétta af reikningum að vallargjöld fóru úr 1.145 þús. kr. fyrir árið 2011 og upp í 1.959 þús. kr. Hagnaður af rekstrinum er 1.883 þús. kr. fyrir árið 2012. Breytingar í nefndum eru þær að formaður vallarnefndar Kristinn Vilhjálmsson lætur af störfum og við embættinu tekur Ragnar Emilsson. Meðal þeirra sem endurkjörnir voru í stjórn, eru Harpa G. Aðalbjörnsdóttir ritari, Skarphéðinn Ívarsson formaður nýliða og unglinganefndar og Magnús Hreiðarsson formaður aganefndar. Skarphéðinn Ívarsson hefur jafnframt verið ráðinn sem vallarstjóri á Katlavelli fyrir komandi tímabil. Fundurinn samþykkti þá tillögu stjórnar að gjaldskrá haldist óbreytt árið 2013. Miklar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright – 14. febrúar 2013
Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 78 ára í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í röð: 1961-1965 Lesa meira
Birgir Leifur og Ólafur Björn spila saman á eGolf Professional Tour í dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK keppa í dag á Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni. Leikið er á Arthur Hills golfvellinum í Suður-Karólínu. Birgir Leifur og Ólafur Björn eru saman í holli þennan fyrsta keppnisdag. Þeir fara út kl. 8:30 að staðartíma, sem er kl. 13:30 að íslenskum tíma eða eftir u.þ.b. þrjú kortér. Til þess að fylgjast með gengi þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR:
ALPG & LET: Lydia Ko efst eftir 1. dag ISPS Handa Australian Open á 63 glæsihöggum!!!
Í dag hófst í Ástralíu ISPS Handa Australian Open. Í efsta sæti eftir 1. dag er ný-sjálenska telpan 15 ára, Lydia Ko, lék Royal Canberra golfvöllinn á 10 undir pari, 63 höggum. Á hringnum fékk Ko örn, 11 fugla, 3 pör og 3 skolla. Þessi hringur Ko á 10 undir pari er lægsti hringur í sögu Women’s Australian Open, sló við lægsta hring Karrie Webb upp á 9 undir par, 64 högg á Yarra Yarra vellinum í Melbourne, en Webb sigraði í því móti árið 2000. Hringur Ko upp á 63 högg er þó ekki viðurkenndur því skv. reglum mátti hreyfa boltann, vegna mikilla rigninga og því fær Ko metið Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk keppni á besta skori Wake Forest í Kaliforníu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „The Demon Deacons“, golflið Wake Forest háskólans, luku í gær keppni á Northrop Grumman National Challenge í Palos Verdes, Kaliforníu. Þátttakendur í mótinu voru 88 frá 16 háskólum. Ólafía Þórunn deildi 37. sætinu með Bertine Strauss frá Texas á samtals 5 yfir pari, 228 höggum. Fyrir lokahringinn var Ólafía í 30. sætinu, eftir að hafa spilað samtals á 8 yfir pari, 150 höggum (76 74), en átti slakan 3. hring upp á 7 yfir pari, 78 högg þar sem hún fékk m.a. 2 fugla, 9 pör, 5 skolla og 2 skramba . Það voru fleiri keppendur sem áttu slakan lokahring og voru að sjást skor Lesa meira
PGA gerir rétt í því að flýta sér hægt í að refsa Vijay Singh fyrir að nota hjartarhornssprey
Þetta er hárrétti tíminn fyrir PGA Tour að taka sér góðan og langan tíma til að gaumgæfa lyfjamál frægðarhallarkylfingsins Vijay Singh. Vijay viðurkenndi í SI (skammst. fyrir Sports Illustrated) að hafa nota svokallað hjartarhornssprey (ens. deer antler spray) og sagði að hann notaði efnið daglega á tveggja klst fresti og eins m.a. að sig hlakkaði til hvaða áhrif efnið hefði á líkama sinn. Svolítið furðuleg hegðun manns, sem er að nota ólögleg efni. að auglýsa það svona í einu mestlesna íþróttatímariti vestanhafs. Staðreyndin: Hann hafði ekki hugmynd um að efnið væri ólöglegt! … enda hafa margir þekktir kylfingar komið fram og sagst hafa notað efnið. Efnið í hjartarhornsspreyinu var líka Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Moriya Jutanugarn (27. grein af 27)
Hér er komið að því að kynna síðustu stúlkuna, sem deildi 1. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012. Rebecca Lee-Bentham, frá Kanada, var önnur þeirra sem náði að vera í eftirsótta 1. sætinu, en hún deildi því með þeirri sem kynnt verður hér að síðustu Moriyu Jutanugarn frá Thaílandi. Moriya Jutanugarn fæddist 28. júlí 1994 í Bankok, Thaílandi. Hún veit það líklega ekki en hún á sama afmælisdag og Amy Yang og Árný Lilja Árnadóttir, í GSS. Meðal afreka Moriyu er að hún vann South Atlantic Ladies Amateur Championship (SALLY) í fyrra, árið 2012 og varð í Lesa meira
Nýliði á LET – Daniela Holmqvist – bitinn af svörtu ekkjunni í Ástralíu
Nú í kvöld kynnir Golf 1 síðasta nýliðann á LPGA í ár – þ.e. sigurvegara lokaúrtökumóts LPGA, Moriyu Jutuanugarn. Á morgun verður síðan farið af stað með kynningar á „Nýju stúlkunum á LET 2013″, þ.e. Evrópumótaraðar kvenna og eru margir mjög áhugaverðir kylfingar þar á meðal í ár. Ein þeirra, sænska stúlkan Daníela Holmqvist, er nú þegar komin í fréttirnar, en ekki vegna framúrskarandi árangurs á golfvellinum, heldur vegna þess að hún var bitinn af svörtu ekkjunni, baneitraðri könguló, á úrtökumóti í Ástralíu. Þeir sem geta lesið sænsku geta lesið góða frétt golf.se þar um með því að SMELLA HÉR: Daníela var að spila á úrtökumóti fyrir ISPS Handa Australian Open, Lesa meira









