Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Jaco Van Zyl efstur eftir 1. dag Africa Open

Það er heimamaðurinn Jaco Van Zyl sem er efstur eftir 1. dag Africa Open.

Það var mjög hvasst á East London golfvellinum í Eastern Cape í Suður-Afríku í dag þannig að fresta varð leik um 3 klst.

Síðan var ákveðið að hætta leik og náðu ekki allir að ljúka hringjum sínum

Van Zyl lék á 6 undir pari, 66 höggum og er í 1. sæti.  Í 2. sæti á 5 undir pari er brasílíanski kylfingurinn Adilson Da Silva en hann náði aðeins að ljúka 8 holum og verður spennandi að sjá hvað hann gerir og hvort hann fer fram úr Van Zyl.

Í 3. sæti á 4 undir pari, 68 höggum er Englendingurinn John Parry, sá sem sigraði á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar í desember s.l.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Africa Open eftir að leik var frestað SMELLIÐ HÉR: