Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2013 | 12:45

Birgir Leifur og Ólafur Björn spila saman á eGolf Professional Tour í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK keppa í dag á Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni.

Leikið er á Arthur Hills golfvellinum í Suður-Karólínu.

Birgir Leifur og Ólafur Björn eru saman í holli þennan fyrsta keppnisdag.

Þeir fara út kl. 8:30 að staðartíma, sem er kl. 13:30 að íslenskum tíma eða eftir u.þ.b. þrjú kortér.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: