Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Cheyenne Woods (1. grein af 43)

Það voru 43 stúlkur sem hlutu kortin sín á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir tók m.a. þátt í úrtökumótinu en náði ekki að spila sig inn á Evrópumótaröð kvenna.

Hér í kvöld hefst kynning á stúlkunum 43 sem hlutu kortin sín á LET og verður byrjaði á Cheyenne Woods, sem rétt marði að komast inn á mótaröðina, en hún deildi 36. sætinu með 6 öðrum stúlkum:

Cheyenne Woods

Ríkisfang: bandarísk

Fæðingardagur: 25. júlí 1990 (22 ára).

Fæðingarstaður: Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum.

Gerðist atvinnumaður í golfi: 22. maí 2012.

Hæð: 1,68 m.

Hárlitur: brúnn.

Augnlitur: brúnn.

Byrjaði í golfi: 1. júní 1997.

Mestu áhrifavaldar að hún byrjaði í golfi: afinn Earl Woods og frændinn frægi, Tiger Woods.

Áhugamál: Gönguferðir, að fara í ræktina, tónlist.

Frægir ættingjar: Frændinn Tiger Woods.

Helstu hápunktar á áhugamannsferlinum: sigraði 2011 í Women’s Amateur Publinks í höggleik; sigraði ásamt Michelle Shin, Hooters Women’s Team Championship, árið 2011; sigraði á Arizona 5A State High School Championship, 2006 og 2007.

Háskóli og gráða: Wake Forest University – gráða í samskiptafræðum (ens.: Communications).

Helstu afrek í golfinu: 1. sætið á ACC Championship, 2011; 1. sætið á Bryan National Collegiate árið 2010. Lauk ferli sínum í háskólagolfinu með lægsta skori á keppnistímabilinu  (73.47) og lægsta meðaltalsskori  (74.31) í sögu Wake Forest. Var tvívegis  All-American og þrisvar sinnum All-ACC honoree.

Árangur á Lalla Aicha Tour School: T-36.