Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Moriya Jutanugarn (27. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna síðustu stúlkuna, sem deildi 1. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012.  Rebecca Lee-Bentham, frá Kanada, var önnur þeirra sem náði að vera í eftirsótta 1. sætinu, en hún deildi því með þeirri sem kynnt verður hér að síðustu  Moriyu Jutanugarn frá Thaílandi.

Moriya Jutanugarn fæddist 28. júlí 1994 í Bankok, Thaílandi.  Hún veit það líklega ekki en hún á sama afmælisdag og Amy Yang og Árný Lilja Árnadóttir, í GSS.

Meðal afreka Moriyu er að hún vann  South Atlantic Ladies Amateur Championship (SALLY) í fyrra, árið 2012 og varð í 2. sæti á US Women´s Amateur, árið 2011.  Þessi 18 ára stúlka komst á LPGA í fyrstu og einu tilraun sinni og er vænst mikils af henni.

Þess mætti geta að systir Moriya, Ariya Jutanugarn, vann á lokaúrtökumóti Q-school, LET og tóku systurnar því efstu sætin í úrtökumótum helstu kvenmótaraða heims LPGA og LET, sem hefir aldrei fyrr gerst.

Moriya er sem stendur nr. 431 á Rolex-heimslista kvenna.