Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright – 14. febrúar 2013

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 78 ára í dag.

Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu.

Mickey Wright

Mickey Wright

Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti.

Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið.

Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í röð: 1961-1965 og þar meðal 10 efstu 13 ár í röð frá 1956-1969.

Ekki minni kylfingur en Ben Hogan sagði að golfsveifla Mickey væri sú besta sem hann hefði nokkurn tíma séð (sjá meðfylgjandi myndband, þar sem sveiflur þeirra eru m.a. bornar saman) SMELLIÐ HÉR: 

Mickey hætti í golfi 34 ára að aldri vegna fótarmeiðsla, en hún hefir af og til tekið þátt í mótum eftir það.

Mickey vann 12 risamót á árunum milli 1958 og 1966 og hún er eini kylfingur í sögu LPGA til að hafa unnið öll 4 risamót í einu, í golfinu.

Mickey býr nú í Port St. Lucie, í Flórída og spilar enn golf af og til sér til skemmtunar.

Árið 2000 var Wright talin vera 9. besti golfari allra tíma og var á sama tíma talin fremst allra kvenkylfinga, þ.e. lenti í 1. sæti hjá Golf Digest.

Heimild: Wikipedia  Þessi grein greinarhöfundar hefir áður birst á iGolf, 14. febrúar 2011.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Norman von Nieda (Guðfaðir ástralska golfsins) 14. febrúar 1914; Bruce Patton Summerhayes, 14. febrúar 1944 (69 ára); Masanori Kobayashi, 14. febrúar 1976 (37 ára); Maude Aimee Leblanc, kanadísk, 14. febrúar 1989 (24 ára) …. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is