Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2013 | 17:00

GH: Hagnaður af rekstri GH tæpar 2 milljónir

Aðalfundur G.H. var haldinn 7. febrúar mættu 29 félagar klúbbsins.

Helst er það að frétta af reikningum að vallargjöld fóru úr 1.145 þús. kr. fyrir árið 2011 og upp í 1.959 þús. kr. Hagnaður af rekstrinum er 1.883 þús. kr. fyrir árið 2012.

Breytingar í nefndum eru þær að formaður vallarnefndar Kristinn Vilhjálmsson lætur af störfum og við embættinu tekur Ragnar Emilsson. Meðal þeirra sem endurkjörnir voru í stjórn, eru Harpa G. Aðalbjörnsdóttir ritari, Skarphéðinn Ívarsson formaður nýliða og unglinganefndar og Magnús Hreiðarsson formaður aganefndar.

Skarphéðinn Ívarsson hefur jafnframt verið ráðinn sem vallarstjóri á Katlavelli fyrir komandi tímabil.

Fundurinn samþykkti þá tillögu stjórnar að gjaldskrá haldist óbreytt árið 2013.

Miklar líkur eru á því að G.H. verði með golfkennara í sumar.