Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk keppni á besta skori Wake Forest í Kaliforníu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „The Demon Deacons“, golflið Wake Forest háskólans, luku í gær keppni á Northrop Grumman National Challenge í Palos Verdes, Kaliforníu.

Þátttakendur í mótinu voru 88 frá 16 háskólum.

Ólafía Þórunn deildi 37. sætinu með Bertine Strauss frá Texas á samtals 5 yfir pari, 228 höggum.  Fyrir lokahringinn var Ólafía í 30. sætinu, eftir að hafa spilað samtals á 8 yfir pari, 150 höggum (76 74), en átti slakan 3. hring upp á 7 yfir pari, 78 högg þar sem hún fékk m.a. 2 fugla, 9 pör, 5 skolla og 2 skramba .

Það voru fleiri keppendur sem áttu slakan lokahring og voru að sjást skor allt upp í 91 högg.

Þrátt fyrir allt var Ólafía Þórunn á besta skorinu í liði the Decons, en liðið lauk keppni í 13. sætinu í liðakeppninni.

Næsta mót Ólafíu Þórunnar er High Point Classic sem fram fer í Willow Creek í Norður Karólínu 24.-26. febrúar n.k.

Til þess að sjá úrslitin í Northrup Grumman National Challenge SMELLIÐ HÉR: