PGA & Evróputúrinn: Accenture heimsmótið í holukeppni í beinni
Nú kl. 15:00 hefst á netinu bein útsending frá Accenture heimsmótinu í holukeppni. Nú er komið að fjórðungsúrslitunum viðureign annars vegar Ian Poulter og Hunter Mahan og hins vegar Jason Day og Matt Kucher. Þegar úrslit í þessum tveimur leikjum liggja fyrir hefjast strax leikir um 3. sætið og síðan um sjálfan heimsmeistaratitilinn. Skemmtilegt sunnudagssíðdegi framundan! Til þess að sjá Accenture heimsmótið í holukeppni SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jim Ferrier – 24. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jim Ferrier. Hann var fæddur 24. febrúar 1915 og dó 13. júní 1986 í Kaliforníu. Ferrier hefði orðið 98 ára í dag. Hann var frá Manly í Ástralíu. Jim Ferier var frekar hávaxinn 1,93 m á hæð og 87 kg. Jim byrjaði á unga aldri að spila golf og var kennt af föður sínum sem var lágforgjafarkylfingur. Jim meiddist í fótbolta þannig að hann haltraði í gegnum lífið. Árið 1931 varð hann í 2. sæti á Australian Open, þá aðeins 16 ára. Hann vann ástralska áhugamannamótið, Australian Amateur 1935, 1936, 1938 og 1939. Jim fluttist til Bandaríkjanna í seinni heimstyrjöldinni, nánar tiltekið 1940, þar sem hann og kona Lesa meira
LPGA: Inbee Park sigraði á Honda LPGA Classic
Það var Inbee Park frá Suður-Kóreu sem sigraði á Honda LPGA Classic á Pattaya Old Course í Síam CC, í Chonburi, Thaílandi. Inbee spilaði á samtals 12 undir pari, 276 höggum (71 67 67 71). Í 2. sæti varð heimakonan Ariya Jutanugarn og nýliðinn á LET Ariya sigraði m.a. glæsilega á lokaúrtökumóti Q-school LET þ.e. Lalla Aicha Tour School 2013 í Marokkó (Golf 1 er að kynna „Nýju stúlkurnar á LET“ og verður Ariya, sigurvegarinn, kynntur í lokagreininni þ.e. þeirri 43. af 43 sem birtar verða). Ariya spilaði í dag á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 66 70 72) á hring þar sem hún fór m.a. holu í höggi á 12. flöt Pattaya og fékk Lesa meira
GB: Haraldur Már Stefánsson nýr vallarstjóri á Hamarsvelli
Nýr vallarstjóri, Haraldur Már Stefánsson, hefur formlega störf hjá G.B. um næstu mánaðarmót. Hann er engu að síður byrjaður í að vinna að undirbúiningi vallarins fyrir sumarið. GB leyfir aðgang að vellinum í vetur sem fyrri vetur en auðvitað þarf að virða ástand hans og ungangast hann í samræmi. Skilaboð Haraldar eru: „Ég tel að það sé afar brýnt að koma því til félagsmanna að ganga einstaklega vel um völlinn nú í vor, fyrst og fremst af sjálfsagðri virðingu sem og að við erum með Íslandsmótið í Holukeppni í lok júní. Eins og völlurinn er í dag þá er hann afar viðkvæmur vegna bleytu. Því er rétt að benda félagsmönnum Lesa meira
Verður Ian Poulter heimsmeistari í holukeppni 2013?
Nú er ljóst hverjir þeir 4 eru sem komnir eru áfram í fjórðungsúrslit á heimsmótinu í holukeppni…. og þá fara golffréttamenn að spá og spekúlera í því hver komi til með að standa uppi sem heimsmeistari. Sean Martin hjá Golfweek spáir því að Hunter Mahan sigri Ian Poulter 1&0 og Matt Kucher verði síðan heimsmeistari eftir sigur á Hunter Mahan og sigur Kucher þar áður á Jason Day 3&2. Úrslit Kucher-Mahan -> Kucher sigrar. Sjá rökstuðning fyrir því með því að SMELLA HÉR: Ofangreind spá er dæmigerð fyrir bandaríska golffréttamiðla að spá því að báðir bandarísku kylfingarnir standi eftir í úrslitum! En líkurnar á hvernig þetta fer eru fleiri: Tilgátu Lesa meira
PGA & Evróputúrinn: Staðan eftir 8 manna úrslitin á heimsmótinu í holukeppni
Nú í kvöld fóru fram 8 manna úrslit á Accenture heimsmótinu í holukeppni. Nú er ljóst að Matt Kuchar (Ben Hogan riðill) og Ian Poulter (Sam Snead riðill) eru komnir í fjórðungsúrslit. Báðir unnu þeir andstæðinga sína (Kuch, Robert Garrigus og Poulter, afmælisbarnið 46 ára, Steve Stricker) 3&2. Jason Day bar sigurorð af Graeme McDowell 1&0 og Hunter Mahan sigraði Webb Simpson 1&0. Matt Kuchar og Ian Poulter mætast á morgun í fjórðungsúrslitunum og Jason Day mætir núverandi heimsmeistara í holukeppni, Hunter Mahan. Til þess að sjá öll úrslit myndrænt SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Leigh Whittaker (9. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Þær hafa allar verið kynntar en það voru þær: Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, hin skoska Vikki Laing og Babe Liu frá Tapei. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á Lesa meira
PGA og Evróputúrinn: Staðan eftir 3. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni
Nú er 3. umferð á heimsmótinu í holukeppni lokið og 8 manna úrslitin, þ.e. 4. umferð hafin. Þeir sem eftir eru, eru: Ian Poulter, Hunter Mahan, Steve Stricker, Robert Garrigus, Jason Day, Graeme McDowell, Webb Simpson og Matt Kuchar – Meirihlutinn (5) eru Bandaríkjamenn, 1 Englendingur, 1 Norður-Íri og 1 Ástrali. Hver vinnur? 4. umferðin er þegar hafin. Úrslitin í 3. umferð eru eftirfarandi: (Sigurvegarar feitletraðir) Bobby Jones riðill: Graeme McDowell – Shane Lowry 3&2 Jason Day – Bubba Watson 4&3 Gary Player riðill: Webb Simpson – Gonzalo Fdez-Castaño 2&0 Hunter Mahan – Martin Kaymer 5&4 Ben Hogan riðill: Robert Garrigus – Fredrik Jacobson 3&1 Matt Kuchar– Nicholas Colsaerts 4&3 Sam Snead Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Sigfússon – 23. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Gylfi er fæddur 23. febrúar 1961 og er því 52 ára í dag. Eimskip er mikill stuðningsaðili golfs á Íslandi og skrifaði Gylfi m.a. fyrir hönd fyrirtækisins undir stofnsamning Forskots, styrktarsjóðs afrekskylfinga 14. júní 2012. Gylfi spilar sjálfur golf bæði í viðskiptum og sér til ánægju og er félagi í tveimur golfklúbbum hérlendis: Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Golf 1 tók nýlega viðtal við Gylfa sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Gylfi er kvæntur Hildi Hauksdóttur og eiga þau tvo syni Gylfa Aron og Alexander Aron, en öll fjölskyldan spilar golf. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Lesa meira
Úrslit: Birgir Leifur í 4. sæti og Ólafur Björn í 12. sæti á Oldfield Open – 4. hringur felldur niður vegna rigninga
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, leika engan 4. hring í dag á Oldfield Open móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, þar sem hann hefir verið felldur niður vegna mikilla rigninga. Úrslit 3. hrings eru látin halda sér sem þýðir að Birgir Leifur varð í 4. sæti á 5 undir pari 211 höggum (68 73 70) og Ólafur Björn í 12. sæti á 3 undir pari, 213 höggum (68 69 76). Fyrir 4. sætið hlaut Birgir Leifur $3.150 (u.þ.b. 400.000 íslenskar krónur) og fyrir 12. sætið hlaut Ólafur Björn $1.950 (u.þ.b.250.000 íslenskar krónur). Þátttakendur í mótinu voru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum og spilað var til skiptis á golfvöllum tveggja klúbba Lesa meira










