Ariya Jutanugarn
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2013 | 12:30

LPGA: Ariya Jutanugarn í efsta sæti Honda LPGA Classic mótsins eftir 3. dag

Eftir 3. keppnisdag Honda LPGA Classic mótsins, sem fram fer á Pattaya Old Course í Síam CC, í Chonburi, Thaílandi er heimakonan Ariya Jutanugarn í 1. sæti mótsins.

Hún sigraði svo glæsilega á  lokaúrtökumóti Q-school LET þ.e. Lalla Aicha Tour School 2013 í Marokkó (Golf 1 er að kynna „Nýju stúlkurnar á LET“ og verður Ariya, sigurvegarinn, kynntur í lokagreininni þ.e. þeirri 43. af 43 sem birtar verða).

Ariya er búin að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (69 66 70).

Öðru sætinu deila forystukona gærdagsins Stacy Lewis, Se Ri Pak frá Suður-Kóreu og Beatriz Recari frá Spáni.  Allar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum og eru því 3 höggum á eftir Ariyu.

Í 5. sæti er síðan Inbee Park frá Suður-Kóreu á samtals 7 undir pari, 209 höggum og sjötta sætinu deila Se Yeon Ryu og bandaríska stúlkan Lizette Salas á samtals 6 undir pari, 210 höggum hvor.

Af öðrum áhugaverðum er fyrst að geta Lexi Thompson sem deilir 13. sæti með 5 öðrum kylfingum (þ.á.m. Jiyai Shin) á samtals 3 undir pari, 213 höggum.

Hin 15 ára Lydiu Ko deilir 19. sætinu með 4 öðrum (m.a. Ai Miyazato) á samtals 2 undir pari, 214 höggum.

Fimm kylfingar koma næst á eftir í 24. sæti á samtals 1 undir pari 215 höggum en þ.á.m. eru sú sem á titil að verja Yani Tseng og „norska frænka okkar“ Suzanne Pettersen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Honda LPGA Classic 2013  SMELLIÐ HÉR: