Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 14:00

PGA & Evróputúrinn: Paranirnar í 2. umferð í 32 manna úrslitunum á heimsmótinu í holukeppni

Í dag hefjast 32 manna úrslitin á Accenture heimsmótinu í holukeppni og verða spilaðir 16 leikir.  Og víst er það að meðal þeirra eru margir mjög spennandi.  Golf 1 verður með augun á leik Russell Henley og Jason Day, en nýliðinn Henley hefir aldrei tapað leik í heimsmótinu, enda aðeins spilað 1… en þvílíkur leikur sem það var í gær þegar hann  nr. 58 á heimslistanum sló út nr. 11 þ.e. risamótstitilhafann Charl Schwartzel frá Suður-Afríku.

Annar spennandi leikur er leikur Matt Kuchar og Sergio Garcia en Garcia rétt marði sigur í sínum leik gegn Thongchai Jaidee í gær – var svakalega heppinn og síðan er líka alveg hægt að horfa á leik Alex Noren og Graeme McDowell.  En hér fara þeir allir….

Paranirnar eru eftirfarandi:

Leikur 33
JUSTIN ROSE, England g. NICHOLAS COLSAERTS, Belgíu
Holkukeppnisferill: Rose, 6-7; Colsaerts, 1-1
Í stuttu máli: Colsaerts  átti örugglega auveldari leik í 1. umferð þegar hann sigraði Bill Haas auðveldlega 5&4.  Hann var reyndar búinn að vara Haas við s.s. Golf1 greindi frá að drævin sín væru frábær… sem þau voru. En Rose hefir meiri reynslu en Colsaerts hefir tekið þátt í Accenture heimsmótinu í holukeppni í 7 skipti og komst m.a. í fjórðungsúrslit 2007.
Leikur 34
MATT KUCHAR, Bandaríkin g. SERGIO GARCIA, Spáni
Holukeppnisferill: Kuchar, 10-3; Garcia, 13-11
Í stuttu máli: Í þessum leik spila tveir fyrrum PLAYERS meistarar á móti hvor öðrum. Báðir eru með pottþéttan feril í holukeppni, Garcia komst m.a. í fjórðungsúrslit 2010 og Kuchar líka 2011. Kuch tapaði þar að auki fyrir Hunter Mahan sem var heimsmeistari í holukeppni í fyrra, í fjórðungsúrsltiunum.
Leikur 35
TIM CLARK, Suður-Afríku g. THORBJORN OLESEN, Danmörku

Holkukeppnisferill: Clark, 6-7; Olesen, 1-0
Í stuttu máli:  Clark sigraði mjög reyndan kylfing þ.e. nr. 7 á heimslistanum, Adam Scott, í gær meðan Olesen og maðurinn sem hann vann í gær Jamie Donaldson voru báðir að spila í fyrsta sinn á Dove Mountain. Eina kylfingnum  – fyrir utan Jeff Maggert, sem vann fyrsta mótið 1999 – sem tekist hefir að sigra á Accenture Match Play Championship í fyrstu tilraun er ástralska kylfingnum Geoff Ogilvy.

Leikur  36
BO VAN PELT, Bandaríkin g. IAN POULTER, Englandi
Holkukeppnisferill: Van Pelt, 2-2; Poulter, 19-9
Í stuttu máli:  Poulter er í stuði. Litríki Bretin hefir spilað í mótinu 9 sinnum og hefir komist í fjórðungsúrslit og í úrslit í mótinu í 3 skipti. Van Pelt, á hinn bóginn er að horfa í að spila í 3. umferð í fyrsta sinn af þeim 3 skiptum sem hann hefir tekið þátt, eftir það sem verður að flokkast sem heppnissigur gegn John Senden í 1. umferð. Flestir tippa eflaust á að Poulter sigri …. en allt getur gerst í holukeppni!
Leikur  37
BUBBA WATSON, Bandaríkin g. JIM FURYK, Bandaríkin
Holkukeppnisferill: Watson, 6-3; Furyk, 11-12
Í stuttu máli:  Watson átti í erfiðleikum með Chris Wood í gær – hann komst 2 yfir eftir örn á 8. holu og náði 4 fuglum á næstu 9 holum. Furyk virtist á hinn bóginn fara léttar með Ryan Moore í gær, sigraði hann 4&2. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst í 2. umferð en hann hefir dottið út eftir 1. umferð s.l. 2 ár.
Leikur  38
RUSSELL HENLEY, Bandaríkin g. JASON DAY, Ástralíu
Holkukeppnisferill: Henley, 1-0; Day, 4-2
Í stuttu máli:  Henley vann sjálfan Charl Schwartzel í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í Accenture Match Play Championship, en Charl hefir í síðustu 3 mótum sem hann hefir tekið þátt í verið meðal 3 efstu í öll skiptin. Henley, sem þegar hefir 1 sigur í beltinu á PGA Tour, þ.e. á Sony Open á Hawaii hefir aldrei spilað gegn Day, sem var meðal efstu 10 í tveimur af þeim 3 mótum sem hann hefir tekið þátt í, í ár. Þetta er 3. skiptið í röð sem Day kemst í gegnum 1. umferð  í heimsmótinu í holukeppni.
Leikur  39
HUNTER MAHAN, Bandaríkin g. RICHARD STERNE, Suður-Afríku
Holkukeppnisferill: Mahan, 11-4; Sterne, 1-2
Í stuttu máli:  Mahan lagði Sterne 4&3 í leik þeirra í 1. umferð 2008 þannig að Sterne á harma að hefna. Sterne hefir orðið í 2. sæti og 1. sæti í tveimur síðustu leikjum sínum á Evrópumótaröðinni. En Mahan á titil að verja og hefir núna sigrað í 9 af síðustu 10 leikjum sínum.  Hann ætlar sér að verða sá fyrsti til að sigra 2 ár í röð og jafna þar með afrek Tiger frá 2003-2004.
Leikur  40
RAFAEL CABRERA BELLO, Spáni g. MARTIN KAYMER, Þýskalandi

Holkukeppnisferill: Cabrera Bello, 1-1; Kaymer, 10-5
Í stuttu máli:  Cabrera Bello bauð upp á dramatík í leik sínum gegn Lee Westwood þegar hann setti pútt sitt á 18. flöt niður til þess að jafna við Lee. Síðan vann hann með því að setja niður 4 metra fuglapútt í bráðabana. Rafael mætir jafnhæfileikaríkum andstæðingi í 2. umferð þar sem Martin Kaymer er en hann var í úrslitiunum gegn Luke Donald fyrir 2 árum s.s. mörgum er í fersku minni.

Leikur  41
LOUIS OOSTHUIZEN, Suður-Afríku g. ROBERT GARRIGUS, Bandaríkin

Holkukeppnisferill: Oosthuizen, 2-3; Garrigus, 1-0
Í stuttu máli:  Ferill Oosthuizen í holukeppni er ekkert til að hrópa húrra fyrir en hann er eftir sem áður nr. 5 á heimslistanum. Þetta er aðeins í 1. sinn sem hann reynir að koma sér í 3. umferð af 4 mótum sem hann hefir tekið þátt í á Dove Mountain. Garrigus er að taka þátt í fyrsta sinn á Dove Mountain og sló út Brandon Grace í skemmtilegri keppni þeirra á milli. Aldrei að vita hvernig þessi leikur fer.

Leikur  42
MARCUS FRASER, Þýskalandi g. FREDRIK JACOBSON, Svíþjóð
Holkukeppnisferill: Fraser, 3-3; Jacobson, 1-0
Í stuttu máli:  Fraser lifði af mikinn slag við Keegan Bradley, en fyrirfram var talið að Bradley myndi hafa betur. Jacobson setti niður ótrúlegt 9 metra fuglapútt á 17. braut til þess að skapa sér það svigrúm til sigurs sem hann þarfnaðist. Þetta er í fyrsta skipti sem Jacobson tekur þátt í heimsmótinu. Hann varð T-7 á Pebble Beach og í 3. sæti á Riviera og er í dúndurstuði!
Leikur  43
LUKE DONALD, Englandi g. SCOTT PIERCY, Bandaríkin
Holkukeppnisferill: Donald, 17-7; Piercy 1-0
Í stuttu máli: Donald var ánægður með að hann fékk 6 fugla í 1. umferð. Þetta ætti að vera auðveldur leikur fyrir Donald… en það er aldrei hægt að afskrifa neinn!!!!
Leikur  44
STEVE STRICKER, Bandaríkin g. NICK WATNEY, Bandaríkin
Holkukeppnisferill: Stricker, 13-9; Watney, 7-3
Í stuttu máli:  Hér eru tveir Bandaríkjamenn að slást um að komast í næstu umferð. „Ég veit að þessi leikur á eftir að vera erfiður,“ sagði Watney.  Stricker ætlar eflaust að gefa sér sigur í afmæli – en hann verður 46 ára á morgun!
Leikur 45
SHANE LOWRY, Írlandi g. FOWLER/PETTERSSON sigurvegara
Holkukeppnisferill: Lowry, 1-0.
Í stuttu máli:  Eftir að hafa komið nr. 1 Rory McIlroy, úr keppni, hvernig getur Shane toppað það? Hann verður að gera betur en í 1. umferð þar sem hann var með 5 skolla á kortinu sínu. ÓTRÚLEGT að það hafi dugað gegn Rory!!!
Leikur  46
ALEXANDER NOREN, Svíþjóð g. GRAEME MCDOWELL, Norður-Írlandi
Holkukeppnisferill: Noren, 1-1; McDowell, 4-6
Í stuttu máli: Alex Noren er sjóðheitur, var með 7 fugla á skorkortinu sínu í leiknum gegn Dustin Johnson, sem eflaust hefir vakið athygli McDowell. „Það eru engir leikir auðveldir í þessu leikjaformi,“ var m.a. haft eftir G-Mac.
Leikur  47
CHARLES HOWELL III, Bandaríkin g. FERNANDEZ-CASTANO/MOLINARI 
Holkukeppnisferill: Howell, 5-7.
Í stuttu máli:  Howell verður að ná einbeitingu skjótt aftur eftir risasigur sinn á Tiger. En hann hefir verið að spila vel í ár og er til alls líklegur í þessum leik!  Frábær holukeppnismaður hér á ferð!
Leikur  48
WEBB SIMPSON, Bandaríkin g. PETER HANSON, Svíþjóð

Holkukeppnisferill: Simpson, 1-1; Hanson, 6-5
Í stuttu máli: Þessir tveir hafa mættst í Rydernum en aldrei í tvímenningi. En Simpson ásamt Bubba höfðu betur. „Það væri æðislegt að ná að hefna (á morgun) þ.e. í dag! sagði Hanson. Simpson hitti aðeins 6 af 14 flötum á tilskyldum höggafjölda í 1. umferð (sem er fremur slæmt á Dove Mountain).