Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 20:15

Birgir Leifur í 4. sæti á Oldfield Open!!!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í dag 3. hring á 2. móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, Oldfield Open.  Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum.

Spilað er á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club. Í dag spiluðu allir 64  þátttakendur sem komust í gegnum niðurskurð golfvöll Oldfield Country Club.

Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 5 undir pari, 211 höggum (68 73 70).  Í dag lék Birgir Leifur á 2 undir pari, 70 höggum fékk 3 fugla, 14 pör og 1 skolla. Hann deilir 4. sætinu ásamt 3 kylfingum.  Glæsilegt hjá Birgi Leif, sem fer upp um 9 sæti frá því í gær!!!

Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 3 undir pari, 213 höggum (68 69 76). Ólafur Björn átti hring upp á 4 yfir pari, 76 högg í dag, þar sem dagsins ljós litu 2 fuglar, 11 pör, 4 skollar og 1 skrambi.  Ólafur Björn deilir nú 12. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum.

Í 1. sæti er sem fyrr Brent Witcher á 11 undir pari, 205 höggum (66 67 72).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Oldfield Open SMELLIÐ HÉR: