Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 18:00

10 bestu ásarnir í golfinu – Myndskeið

Golfing World hefir tekið saman 10 bestu ásana í golfinu.

Sumir ná aldrei draumahögginu – margir ná því oftar en einu sinni.

Sumir tala um grísara …. hepnnishögg ….. en það eru oftar en ekki þeir sem aldrei hafa náð holu í höggi.

Það eru 117 Íslendingar, sem náðu að fara holu í höggi 2012 og eru því orðnir félagar í Einherjaklúbbnum.

Hver skyldi nú oftast hafa farið holu í höggi? Það er Norman Manley frá Kaliforníu, sem farið hefir 59 sinnum holu í höggi, sem er ekki svo slæmt þegar líkurnar á því að  fara holu í höggi eru 1 á móti 40.000.

Sá sem á metið fyrir lengsta höggið sem lenti beint ofan í holu er Robert Mitera en hann setti niður 444 yarda (406 metra) högg beint ofan í holu. Þetta var 7. október 1965 í Miracle Hills golfklúbbnum í Omaha í Nebraska. Það er e.t.v. óþarfi að taka fram að Mitera notaði dræver.

Hér má sjá myndskeið yfir 10 bestu ásana í golfinu SMELLIÐ HÉR: