Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 11:30

Hápunktar og högg úr 1. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni

Eitt það fréttnæmasta á heimsmótinu í holukeppni eftir 1. umferð er að nr. 1 og 2 á heimslistanum Rory og Tiger eru báðir úr leik. Það var Írinn Shane Lowry sem hafði betur gegn Rory og Charles Howell III vann Tiger, en þeir hafa áður eldað grátt silfur saman.

En líka nr. 11 og nr. 12 á heimslistanum féllu út, þ.e. Charl Schwartzel (11) tapaði fyrir nýliðanum Russel Henley og Jason Dufner (12) varð að láta í minni pokann fyrir Richard Sterne.

Nánar verður fjallað um leikina og það sem framundan er eftir hádegi hér á Golf1.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. umferð á Accenture heimsmótinu í holukeppni SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. umferðar á Accenture heimsmótinu í holukeppni SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. umferðar á Accenture heimsmótinu í holukeppni þ.e. frábært högg Keegan Bradley  SMELLIÐ HÉR: