
PGA og Evróputúrinn: Staðan eftir 2. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni
Þau úrslit sem e.t.v. komu mest á óvart í 2. umferð heimsmótsins í holukeppni er sigur Scott Piercy á fyrrum heimsmeistara í holukeppni 2011, Luke Donald …. og það hversu stór sá sigur var 7&6.
Eins var gaman að fylgjast með Shane Lowry, nr. 65 á heimslistanum, sem rétt komst inn í mótið, en vann nr. 1 Rory McIlroy í gær – hann fór létt með Carl Petterson vann hann 6&5. Í stuttu viðtali eftir sigurinn við fréttamenn Golf Channel sagði Lowry hafa hvílst vel í gær og hann hefði gert fá mistök á vellinum í dag, sem hefði verið lykillinn að sigri hans. A.m.k. virtist hann skemmta sér og ekkert hafa misst einbeitinguna við að sigra nr. 1 á heimslistanum.
Ástralinn Jason Day, sem er í uppáhaldi hjá svo mörgum, þurfti að hafa fyrir sigri sínum á PGA nýliðanum Russel Henley, en leikur þeirra fór á 19. holu. Í viðtali eftir sigurinn sagði Day að lykillinn gegn Henley hefði bara verið að vera þolinmóður og gera nóg til sigurs.
Bubba Watson bar sigurorð af Jim Furyk, í leik þar sem hvorugur var á því að gefa eftir og fór á 22. holu (lengsti bráðabaninn hingað til í mótinu!) Bubba var spurður eftir sigurinn hvort hann hafi haldið að hann væri að tapa á einhverju augnabliki og hann svaraði „Já, í hverju höggi!“ Ekkert nema hógværðin, en sleggjan átti sigurinn fyllilega skilið. Frábærir kylfingar og gaman að fylgjast með þeim, sérstaklega sérkennilegri „looping“ sveiflu Furyk.
Í 2. umferð mátti m.a. sjá Webb Simpson, Nick Watney og Alexander Noren slá út í eyðimörkina innan um kaktusakjarr og bjarga sér með ótrúlegum hætti. Það dugði þó ekki til í tilviki Watney, sem tapaði sínum leik fyrir Steve Stricker á 21. holu. Steve var spurður að því eftir sigurinn hvernig honum litist á mótherja sinn í 3. umferð Scott Piercy, sem vann Luke Donald 7&6. Stricker virtist ekki hafa miklar áhyggjur af því og sagði: „Jafnvel þó kylfingur sé heitur í dag þýðir ekki að hann sé heitur næsta dag.“
Hér eru úrsltin í heild eftir 2. umferð á heimsmótinu í holukeppni: (Sigurvegarar feitletraðir)
Bobby Jones riðill:
Shane Lowry – Carl Petterson 6&5
Jason Day-Russell Henley 1&0 (fór á 19. holu)
Graeme McDowell – Alexander Noren 1&0 (fór á 20. holu)
Bubba Watson – Jim Furyk 1&0 (fór á 22.holu)
Gary Player riðill:
Gonzalo Fdez-Castaño – Charles Howell III 6&5
Webb Simpson – Peter Hanson 1&0
Hunter Mahan – Richard Sterne 4&3
Martin Kaymer – Rafael Cabrera Bello 2&1
Ben Hogan riðill:
Robert Garrigus – Louis Oosthuizen 3&2
Fredrik Jacobson – Marcus Fraser 4&3
Nicholas Colsaerts – Justin Rose 4&2
Matt Kuchar – Sergio Garcia 2&1
Sam Snead riðill:
Scott Piercy – Luke Donald 7&6
Steve Stricker – Nick Watney 1&0 (fór á 21. holu)
Tim Clark – Thorbjörn Olesen 3&2
Ian Poulter – Boo Van Pelt 3&1
Til þess að sjá úrslitin myndrænt SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 00:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021