Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 19:00

GK: Ólafur Þór tók við formennsku í FEGGA

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, tók við formennsku í FEGGA um nýliðna helgi. FEGGA (Federation of European Golf Greenkeepers Associations) eru regnhlífarsamtök fyrir samtök golfvallastarfsmanna í Evrópu og hefur Ólafur gegnt hlutverki varaformanns síðustu tvö ár. Ólafur tekur við formennsku af Svíanum Stig Person. Kjör Ólafs til formanns FEGGA er vottur um metnað og fagmennsku hans í starfi og er honum og Golfklúbbnum Keili til mikils sóma. Heimild: www.keilir.is

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 18:30

GK: Valgerður Bjarnadóttir á besta skorinu á 6. púttmóti Keiliskvenna

Það mættu 30 konur á síðasta púttmót Keiliskvenna, miðvikudaginn 20. febrúar s.l. Með besta skor var Valgerður Bjarnadóttir, með 27 pútt, næstar komu Þórdís Geirs og Rannveig Hjalta með 29 pútt, og Dagbjört Bjarnadóttir var með 30 pútt.  Valgerður gerir þar með harða atlögu að Þórdísi Geirs, sem er í efsta sætinu þegar 4 bestu skor eru talin, aðeins 2 pútt skilur þær að. Það eru tvö mót eftir. Kvennanefnd Keilis hvetur sem flestar konur til þess að mæta og minnir á lokahófið, sem haldið verður 15. mars n.k.  Það er lofað mega flottri dagskrá!!!  Staðan þegar bestu 4 telja er þessi: 1. sæti Þórdís Geirsdóttir 117 pútt 2. sæti Valgerður Bjarnadóttir 119 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema – 25. febrúar 2013

Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði orðið 79 ára í dag. Tony Lema Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema e.t.v. fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 17:30

Heimslistinn: Matt Kuchar fer úr 23.í 8. sætið!

Við sigurinn á Accenture heimsmótinu í holukeppni fer Matt Kuchar úr 23. sætinu sem hann var í, í síðustu viku og alla leið í 8. sætið á heimslistanum. Hann er sem sagt kominn á topp-10 og er þ.a.l. einn af 10 bestu kylfingum heims þessa vikuna, fer upp um heil 15 sæti!!! Hunter Mahan sem varð í 2. sæti fer úr 25. sætinu í það 21.; Webb Simpson sem var í 8 manna úrslitunum fer upp um 1 sæti þ.e. úr 17. sæti í 16. sætið; Steve Stricker sem sömuleiðis var í 8 manna úrslitunum fer úr 16. sætinu í 13. sætið og Ian Poulter, sem varð í 4. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 17:00

LPGA: Ai Miyazato, Paula Creamer og Suzanne Pettersen lentu í árekstri í Thaílandi

„Norska frænka okkar“ Suzanne Pettersen, Paula Creamer og Ai Miyazato, þrjár af bestu kvenkylfingum heims og fylgdarlið þeirra, þ.á.m. mamma Pettersen, lentu í árektstri 5 bíla í gær þegar þær voru á leið út á völl eftir lokahring sinn á Honda LPGA Classic, í Chonburi á Thaílandi. Í bloggi á vefsíðu sinni sem sjá má með því að smella hér á feitletruðu/undirstrikuðu orðin  skrifaði Pettersen m.a. að bílarnir sem þær voru í hefðu verið á miklum hraða. Pettersen var í 5. og síðasta bílnum og sagðist hafa forðað því að fleiri klesstust á. Pettersen bætti við að Paulu Creamer hefði fundist hún vera eins og „borðtennisbolti sem hefði fengið högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 16:30

PGA: Tim Finchem sagði PGA Tour leggjast gegn banni á löngum pútterum og tjáði sig um mál Vijay Singh á heimsmótinu í holukeppni

Bandaríska golfsambandið og R&A tilkynntu í nóvember s.l. fyrirhugaða reglubreytingu sem bannar notkun púttera sem styðjast við líkamann, s.s. eins og magapúttera (ens. belly putters) og „kústsköft“  (ens. broomsticks) þ.e. langa púttera sem styðjast við bringu, þegar púttstrokan er tekin. Þrír af síðustu 5 risamótsmeisturunum notast við langa púttera. Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour tjáði sig um afstöðu PGA Tour til löngu pútterana og máls Vijay Singh á heimsmótinu í holukeppni í gær. Hvað  löngu pútterana  áhrærir kom Finchem á óvart með að segja að þeir hjá PGA Tour legðust gegn banni á löngu pútterunum. Finchem sagði m.a.: „Bandaríska golfsambandið er í hávegum haft hjá okkur sem lykilþáttur golfíþróttarinnar. Við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Matt Kuchar?

Eftir gærdaginn ættu allir að kannast við Bandaríkjamanninn með góðlátlega brosið, fjölskyldumanninn með strákana sína tvo sem tók við verðlauna-bikarnum fyrir sigur á Accenture heimsmótinu í holukeppni 2013. Þetta er stærsti sigur Matt Kuchar til þessa,  ívið stærri en síðasti sigur Kuchar, hann sigraði nefnilega á því móti í fyrra, 2012, sem oft er nefnt 5. risamótið – PLAYERS – með risaverðlaun $ 1,7 milljónir bandaríkjadala fyrir fyrsta sætið (u.þ.b. 214 milljónir íslenskra króna). En hver er Matt Kuchar? Matthew Gregory Kuchar  fæddist í Winter Park, Flórída 21. júní 1978 og er því 34 ára. Matt, sem líka er nefndur Kuch af vinum sínum veit það líklegast ekki en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 01:55

PGA & Evróputúrinn: Matt Kuchar er heimsmeistari í holukeppni 2013

Matt Kuchar tókst að hafa betur gegn Hunter Mahan í úrslitaleik WGC Accenture heimsmótsins í holukeppni 2012 – vann leikinn 2&1. Báðir voru þar áður búnir að vinna sína leiki;  Kuchar við Jason Day og Mahan við Ian Poulter í undanúrslitunum, með sama mun þ.e. nokkuð sannfærandi 4&3. Leikinn um 3. sætið vann Jason Day síðan 1&0 í fremur jöfnum leik. Spá Sean Martin hjá Golfweek, sem Golf 1 greindi frá stóðst að öllu leyti – úrslitaleikurinn var milli tveggja frábærra bandarískra holukeppnismanna, þess sem átti titil að verja, Hunter Mahan og Matt Kuchar. Og Kucer vann. Kuchar hefir verið svo nálægt því svo oft að hrifsa til sín titilinn ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2013 | 19:45

PGA og Evróputúrinn: bandarískur slagur – Matt Kuchar og Hunter Mahan keppa um heimsmeistartitilinn í holukeppni

Golf 1 birti í dag spá Sean Martin hjá Golfweek en hann gerði ráð fyrir að  Hunter Mahan myndi sigra Ian Poulter 1&0 og Matt Kuchar yrði síðan heimsmeistari eftir sigur á Hunter Mahan og sigur Kuchar þar áður á Jason Day 3&2. Sjá rökstuðning fyrir því með því að SMELLA HÉR:  Martin hafði rétt fyrir sér varðandi einn hlut Mahan vann Poulter nokkuð örugglega, en taldi að úrslitin yrðu 1&0 en ekki  4&3 eins og þau urðu.  Eins  vann Matt Kuchar  Jason Day 4&3 með meiri mun en Martin gerði ráð fyrir en hann var búinn að spá 3&2. Nú standa yfir leikurinn um 3. sætið og sjálfur úrslitaleikurinn. Kuchar og Mahan voru að fara á par-3, 3. holuna þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2013 | 19:30

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Helena Callahan (10. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þær 7, sem urðu í 36. sætinu auk frægðarhallarkylfingsins Lorie Kane (43. kylfingurinn til að hljóta kortið sitt á LET í ár og spilar á undanþágu) hafa þegar verið kynntar. Í gær var byrjað á að kynna 1. stúlkuna af 5 sem deildu 31. sætinu þ.e. þýsku stúlkuna Leigh Whittaker.  Í kvöld verður fram haldið með Helenu Callahan.  Fullt nafn: Helena Callahan Ríkisfang: sænsk. Fæðingardagur: 27. desember 1986. Fæðingarstaður: Uppsala, Svíþjóð. Nafn Lesa meira