Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2013 | 09:30

GB: Haraldur Már Stefánsson nýr vallarstjóri á Hamarsvelli

Nýr vallarstjóri, Haraldur Már Stefánsson, hefur formlega störf hjá G.B. um næstu mánaðarmót. Hann er engu að síður byrjaður í að vinna að undirbúiningi vallarins fyrir sumarið. GB leyfir aðgang að vellinum í vetur sem fyrri vetur en auðvitað þarf að virða ástand hans og ungangast hann í samræmi. Skilaboð Haraldar eru:

„Ég tel að það sé afar brýnt að koma því til félagsmanna að ganga einstaklega vel um völlinn nú í vor, fyrst og fremst af sjálfsagðri virðingu sem og að við erum með Íslandsmótið í Holukeppni í lok júní.

Eins og völlurinn er í dag þá er hann afar viðkvæmur vegna bleytu. Því er rétt að benda félagsmönnum á að færa bolta sína út af brautum og tía þá upp, alls ekki slá inná flatir og alls ekki slá af teigum. Þetta er ráðlagt vegna þess að þjöppun á jarðvegi verður mun meiri en ella við slíkt ástand (sem dæmi: munum eftir markteigum úr enska boltanum fyrir c.a 15- 20 árum), plantan er ekki farin að mynda sér næringu til að gera sjálf við skemmdir (hvorki boltaför né að binda torfusnepla), fótspor myndst auðveldlega við slíkar aðsæður (þjöppun á jarðvegi eins og áður er talið) sem og að sveigjanleiki plönntunar er afar lítill sem orsakar innri skemmdir. Það er því gríðarlega mikilvægt að ganga um völlinn af varfærni og virðingu því það skilar okkur mun betri velli í vor.

Þann 21. febrúar (fyrir 3 dögum) voru t.a.m. c.a 8cm niður á frost og c.a 18cm niðurfyrir frost. þannig að klakinn er ekki meiri en sem nemur um 10cm og er afar meir þannig að hann bráðnar fljótt.

Völlurinn lítur afar vel út en að ofangefnu þarf að ganga afar vel um hann til að fá hann í sitt besta ásigkomulag 2013.“