
Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Sigfússon – 23. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Gylfi er fæddur 23. febrúar 1961 og er því 52 ára í dag. Eimskip er mikill stuðningsaðili golfs á Íslandi og skrifaði Gylfi m.a. fyrir hönd fyrirtækisins undir stofnsamning Forskots, styrktarsjóðs afrekskylfinga 14. júní 2012. Gylfi spilar sjálfur golf bæði í viðskiptum og sér til ánægju og er félagi í tveimur golfklúbbum hérlendis: Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Golf 1 tók nýlega viðtal við Gylfa sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Gylfi er kvæntur Hildi Hauksdóttur og eiga þau tvo syni Gylfa Aron og Alexander Aron, en öll fjölskyldan spilar golf.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (55 ára) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Steve Stricker, 23. febrúar 1967 (hann hafði m.a. betur gegn Nick Watney í gær í 2. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni 1&0 en viðureign þeirra fór á 21. holu); Michael Campell, 23. febrúar 1966 (47 ára á Evróputúrnum); Amelia Lewis, 23. febrúar 1991 (22 ára – spilar á LET) ….. og …..
-
Guðrún Sverrisdóttir (58 ára)
-
Hlöðver Guðnason (56 ára)
-
Bergur Einar (16 ára)
-
Jóhannes Stefánsson (40 ára stórafmæli – Til hamingju!!!)
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila