Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2013 | 01:30

PGA & Evróputúrinn: Staðan eftir 8 manna úrslitin á heimsmótinu í holukeppni

Nú í kvöld fóru fram 8 manna úrslit á Accenture heimsmótinu í holukeppni.

Nú er ljóst að Matt Kuchar (Ben Hogan riðill) og Ian Poulter (Sam Snead riðill) eru komnir í fjórðungsúrslit.

Báðir unnu þeir andstæðinga sína (Kuch, Robert Garrigus og Poulter, afmælisbarnið 46 ára, Steve Stricker) 3&2.

Jason Day bar sigurorð af Graeme McDowell 1&0 og Hunter Mahan sigraði Webb Simpson 1&0.

Matt Kuchar og Ian Poulter mætast á morgun í fjórðungsúrslitunum og Jason Day mætir núverandi heimsmeistara í holukeppni, Hunter Mahan.

Til þess að sjá öll úrslit myndrænt SMELLIÐ HÉR: