Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2013 | 18:00

Úrslit: Birgir Leifur í 4. sæti og Ólafur Björn í 12. sæti á Oldfield Open – 4. hringur felldur niður vegna rigninga

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, leika engan 4. hring í dag á Oldfield Open móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, þar sem hann hefir verið felldur niður vegna mikilla rigninga.

Úrslit 3. hrings eru látin halda sér sem þýðir að Birgir Leifur varð í 4. sæti á 5 undir pari 211 höggum (68 73 70) og Ólafur Björn í 12. sæti á  3 undir pari, 213 höggum (68 69 76).

Fyrir 4. sætið hlaut Birgir Leifur $3.150 (u.þ.b. 400.000 íslenskar krónur) og fyrir 12. sætið hlaut Ólafur Björn $1.950 (u.þ.b.250.000 íslenskar krónur).

Þátttakendur í mótinu voru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum og spilað var til skiptis á golfvöllum tveggja klúbba keppnisdagana 3: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club.

Í 1. sæti varð galdrakarlinn Brent Witcher á 11 undir pari, 205 höggum (66 67 72) og hlaut hann 2.000.000 íslenskra króna í verðlaun fyrir 1. sætið.

Næsta mót þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns er 6.-9. mars n.k. í Irish Creek, Norður-Karólínu.

Til þess að sjá úrslitin á Oldfield Open SMELLIÐ HÉR: