Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2013 | 21:15

PGA og Evróputúrinn: Staðan eftir 3. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni

Nú er 3. umferð á heimsmótinu í holukeppni lokið og 8 manna úrslitin, þ.e. 4. umferð hafin.

Þeir sem eftir eru, eru: Ian Poulter, Hunter Mahan, Steve Stricker, Robert Garrigus, Jason Day, Graeme McDowell, Webb Simpson og Matt Kuchar – Meirihlutinn (5) eru Bandaríkjamenn, 1 Englendingur, 1 Norður-Íri og 1 Ástrali.

Hver vinnur?

4. umferðin er þegar hafin.

Úrslitin í 3. umferð eru eftirfarandi: (Sigurvegarar feitletraðir)

Bobby Jones riðill:

Graeme McDowell – Shane Lowry 3&2

Jason Day – Bubba Watson 4&3

Gary Player riðill:

Webb Simpson – Gonzalo Fdez-Castaño 2&0

Hunter Mahan – Martin Kaymer 5&4

 

Ben Hogan riðill:

Robert Garrigus – Fredrik Jacobson 3&1

Matt Kuchar– Nicholas Colsaerts  4&3

 

Sam Snead riðill:

Steve Stricker – Scott Piercy  1&0

Ian Poulter – Tim Clark 5&3