Afmæliskylfingurinn hér ásamt spilafélögum sínum á Hvaleyrinni F.v.: Helga, Valgerður og Ólöf. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 18:30

GK: Valgerður Bjarnadóttir á besta skorinu á 6. púttmóti Keiliskvenna

Það mættu 30 konur á síðasta púttmót Keiliskvenna, miðvikudaginn 20. febrúar s.l. Með besta skor var Valgerður Bjarnadóttir, með 27 pútt, næstar komu Þórdís Geirs og Rannveig Hjalta með 29 pútt, og Dagbjört Bjarnadóttir var með 30 pútt.  Valgerður gerir þar með harða atlögu að Þórdísi Geirs, sem er í efsta sætinu þegar 4 bestu skor eru talin, aðeins 2 pútt skilur þær að.

Valgerður Bjarnadóttir, GK var á besta skorinu á 6. púttmóti Keiliskvenna!!! Mynd: Golf 1

Valgerður Bjarnadóttir, GK var á besta skorinu á 6. púttmóti Keiliskvenna!!! Mynd: Golf 1

Það eru tvö mót eftir. Kvennanefnd Keilis hvetur sem flestar konur til þess að mæta og minnir á lokahófið, sem haldið verður 15. mars n.k.  Það er lofað mega flottri dagskrá!!!  Staðan þegar bestu 4 telja er þessi:

1. sæti Þórdís Geirsdóttir 117 pútt

2. sæti Valgerður Bjarnadóttir 119 pútt

3. sæti Anna Snædís Sigmarsdóttir 120 pútt

4. sæti Rannveig Hjaltadóttir 121 pútt

5. sæti Dagbjört Bjarnadóttir 123 pútt

6. sæti Helga Jóhannsdóttir 124 pútt

7. sæti Guðrún Einarsdóttir 125 pútt

8.-9. sæti Kristín Fjóla 126 pútt

8.-9. sæti Ólöf Baldursdóttir 126 pútt

10. sæti Herdís Sigurjónsdóttir 128 pútt

11.-12. sæti Lovísa Hermannsdóttir 130 pútt

11.-12. sæti Silja Rún