
PGA: Tim Finchem sagði PGA Tour leggjast gegn banni á löngum pútterum og tjáði sig um mál Vijay Singh á heimsmótinu í holukeppni
Bandaríska golfsambandið og R&A tilkynntu í nóvember s.l. fyrirhugaða reglubreytingu sem bannar notkun púttera sem styðjast við líkamann, s.s. eins og magapúttera (ens. belly putters) og „kústsköft“ (ens. broomsticks) þ.e. langa púttera sem styðjast við bringu, þegar púttstrokan er tekin.
Þrír af síðustu 5 risamótsmeisturunum notast við langa púttera.
Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour tjáði sig um afstöðu PGA Tour til löngu pútterana og máls Vijay Singh á heimsmótinu í holukeppni í gær.
Hvað löngu pútterana áhrærir kom Finchem á óvart með að segja að þeir hjá PGA Tour legðust gegn banni á löngu pútterunum.
Finchem sagði m.a.: „Bandaríska golfsambandið er í hávegum haft hjá okkur sem lykilþáttur golfíþróttarinnar. Við erum ekki að reyna að hafa áhrif á afstöðu þeirra á neinn hátt. Það er bara í þessu tiltekna máli sem við teljum að ef þeir ætla að taka skref fram á við þá myndi þetta (að banna löngu pútterana) vera mistök.“
Jafnframt sagði Finchem: „Ég hugsa að þráðurinn í hugsun leikmanna ….. sé að meðan engin tölfræði eða annar grundvöllur er til staðar, til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé til framdráttar í keppni að nota púttera sem styðjast við líkamann…. þá séu engin yfirþyrmandi rök fyrir að taka þessa stefnu (þ.e. að banna löngu pútterana).“
Finchem sagði ennfremur að það að þessar upplýsingar væru ekki til staðar væri vandamál, ásamt því að yfirstjórn golfíþróttarinnar (USGA og R&A) hefði haft tvær s.l. kynslóðir í golfinu til þess að banna langa púttera. Hann hélt því fram að ef USGA hefði reynt að banna púttera sem styddust við líkamann í púttstrokunni, þá hefðu ekki margir hreyft við andmælum 1975.
Loks sagði hann: „Ég hugsa að við gætum skilið þetta (bannið) … ef það hefði neikvæð áhrif á golf. Við verðum að líta á þetta frá þeim sjónarhól hvort það er gott, slæmt eða hefir engin áhrif á golfíþróttina – á atvinnumanns- og áhugamanns stigi – og við komumst að þeirri niðurstöðu að það hefði það ekki (þ.e. neikvæð áhrif á golf).
Golffréttamenn inntu Finchem einnig stuttlega eftir hver viðurlög Vijay myndi hljóta fyrir að nota yngingarlyf (hjartarhornssprey) sem innheldur efni á bannlista PGA Tour. Finchem sagði að málið væri í ferli og alls gagnsæis myndi verða gætt um leið og ákvörðun hefði verið tekin, en þeir ætluðu sér tíma í málið. Málið væri enn í ákveðnu ferli hjá þeim á PGA Tour.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022