
PGA & Evróputúrinn: Matt Kuchar er heimsmeistari í holukeppni 2013
Matt Kuchar tókst að hafa betur gegn Hunter Mahan í úrslitaleik WGC Accenture heimsmótsins í holukeppni 2012 – vann leikinn 2&1.
Báðir voru þar áður búnir að vinna sína leiki; Kuchar við Jason Day og Mahan við Ian Poulter í undanúrslitunum, með sama mun þ.e. nokkuð sannfærandi 4&3.
Leikinn um 3. sætið vann Jason Day síðan 1&0 í fremur jöfnum leik.
Spá Sean Martin hjá Golfweek, sem Golf 1 greindi frá stóðst að öllu leyti – úrslitaleikurinn var milli tveggja frábærra bandarískra holukeppnismanna, þess sem átti titil að verja, Hunter Mahan og Matt Kuchar. Og Kucer vann.
Kuchar hefir verið svo nálægt því svo oft að hrifsa til sín titilinn ….. en það hefir ekki tekist fyrr en nú. T.a.m. var Kuch í úrslitunum 2011 þegar hann tapaði fyri Luke Donald 6&5.
Í gær var það Matt Kuchar, nr. 23 á heimslistanum, sem stóð uppi sem sigurvegari af 64 (66) bestu kylfingum heims, sem hófu leik.
Matt Kuchar er því nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni 2013 og er þetta í fyrsta sinn honum lánast að sigra Accenture heimsmótið í holukeppni.
Sjá má úrslitin í heild með því að SMELLA HÉR:
Sjá má hápunkt úrslitaleiksins þegar Kuchar innsiglar sigurinn með því að SMELLA HÉR:
Sjá má högg lokadags Accenture heimsmótsins í holukeppni (sem Hunter Mahan á, á 12. holu í undanúrslitunum) með því að SMELLA HÉR:
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska