
Heimslistinn: Matt Kuchar fer úr 23.í 8. sætið!
Við sigurinn á Accenture heimsmótinu í holukeppni fer Matt Kuchar úr 23. sætinu sem hann var í, í síðustu viku og alla leið í 8. sætið á heimslistanum.
Hann er sem sagt kominn á topp-10 og er þ.a.l. einn af 10 bestu kylfingum heims þessa vikuna, fer upp um heil 15 sæti!!!
Hunter Mahan sem varð í 2. sæti fer úr 25. sætinu í það 21.; Webb Simpson sem var í 8 manna úrslitunum fer upp um 1 sæti þ.e. úr 17. sæti í 16. sætið; Steve Stricker sem sömuleiðis var í 8 manna úrslitunum fer úr 16. sætinu í 13. sætið og Ian Poulter, sem varð í 4. sæti á heimsmótinu í holukeppni hækkar sig úr 13. sætinu og fer líkt og Kuch inn á topp-10 þ.e. er nákvæmlega í 10. sætinu nú. Þetta eru helstu hreyfingarnar á topp-20 heimslistans þessa vikuna.
Staða 7 efstu manna á heimslistanum er óbreytt þó efstu 2 Rory og Tiger hafi dottið út strax í 1. umferð; Rory er enn í 1. sæti; Tiger í 2. sæti; Luke Donald í 3. sæti; Brandt Snedeker í 4. sæti; Louis Oosthuizen í 5. sæti; Justin Rose í 6. sæti; Adam Scott í 7. sæti.
Lee Westwood fer niður í 9. sætið.
Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?