Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 19:00

GK: Ólafur Þór tók við formennsku í FEGGA

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, tók við formennsku í FEGGA um nýliðna helgi.

FEGGA (Federation of European Golf Greenkeepers Associations) eru regnhlífarsamtök fyrir samtök golfvallastarfsmanna í Evrópu og hefur Ólafur gegnt hlutverki varaformanns síðustu tvö ár. Ólafur tekur við formennsku af Svíanum Stig Person.

Kjör Ólafs til formanns FEGGA er vottur um metnað og fagmennsku hans í starfi og er honum og Golfklúbbnum Keili til mikils sóma.

Heimild: www.keilir.is