Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2013 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðisdóttir varð í 1. sæti á HPU Classic!!!

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon tóku þátt í High Point University (skammst. HPU)  Classic mótinu, í Willow Creek CC í High Point,  Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 45 frá 7 háskólum.

Mótið átti að vera tveggja daga þ.e. frá 25.-26. febrúar en var stytt vegna um 18 holur vegna veðurs.

Sunna spilaði fyrsta hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum og var í 1. sæti ásamt Önnu Appert Lund, frá Morehead State háskólanum.  Úrslit 1. hrings voru látin halda sér og því hefir Sunna sigrað strax á 1. ári sínu í bandaríska háskólagolfinu!!!!

Glæsilegur árangur það og óskar Golf 1 Sunnu innilega til hamingju!!!

Þeir í Elon háskóla voru að vonum ánægðir með Sunnu og má sjá umfjöllun á vefsíðu Elon um Sunnu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót hjá Sunnu og Elon er Edwin Watts Kiawah Classic mótið sem fram fer 3.-5. mars n.k. á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Til þess að sjá úrslitin á HPU Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: