Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2013 | 11:00

Viðtal ESPN við Rickie Fowler – Myndskeið

Rickie Fowler var í viðtali hjá ESPN fyrir rúmum tveimur vikum (sjá má myndskeið af viðtalinu hér fyrir neðan).

Í viðtalinu undraðist spyrillinn á því að Rickie hefði ekki verið með á Pebble Beach.  Rickie sagðist elska að spila Monterey golfvellina t.d. Spy Glass og Pebble Beach, en dagskrá sín hefði ekki komið því móti við í ár.

Rickie Fowler

Rickie Fowler

Aðspurður hvernig hann setti saman dagskrá sína sagði hann að þar sem hann væri meðal topp-50 á heimslistanum, væri hann inni á öllum risamótunum 4 og þau færu fyrst á dagskránna, síðan öll heimsmótin, svo nokkur sem honum þætti gaman að taka þátt í og síðan pússlaði hann dagskrá sína þannig saman að hann spilaði helst ekki á fleiri en 3 mótum í röð með góðu fríi á milli, því annars væri hætta á að ofgera sig. Þetta þætti sumu fólki skrítið, þar sem í þess augum væri golf ekkert annað en ganga og að slá í kúlu en þarna kæmu inn allir þættir keppni, þar sem reyndi ekki aðeins á gott líkamlegt form og tækniatriði heldur líka andlega þáttinn (nokkuð sem allir kylfingar a.m.k. ættu að skilja).

Síðan talar Rickie svolítið um auglýsingu sem hann lék í og í hverju hann var, auðvitað appelsínugulu „out-fit-i“ en mikið meira vildi Rickie ekki segja. Hann sagðist hafa fengið handritið, hafa fengið að sjá auglýsinguna setta saman og taldi að sumum kynni að finnast hún fyndin.

Fréttamaðurinn snýr sér síðan að appelsínugula litnum sem virðist vera í svo miklu uppáhaldi hjá Rickie ásamt öðrum skærum litum eins og akvamarín bláum lit, eplagrænum, skærbleikum og virðist gera ráð fyrir að sá appelsínuguli sé í uppáhaldi hjá Rickie af því að skólalitir Oklahoma State háskólans þar sem Rickie lærði og var í háskólagolfinu eru appelsínugulir.  En engu að síður Rickie þykir hafa sérstæðan fatasmekk sérstaklega m.t.t. litavals og er spurður hvernig þessi sérstæði smekkur hans hafi komið til?

Rickie Fowler.

Rickie vísar til bakgrunns síns í MotorCross og að föt sín taki mið af fatnaði þar, en þar séu þau litrík. Eins sagði Rickie að sér hafi alltaf líkað við að vera öðruvísi. Þegar hann hafi síðan komist á samning hjá PUMA hafi sér gefist færi á að klæða sig eins og hann vildi.

Fréttamaðurinn spyr Rickie síðan hvort PUMA velji fötin eða Rickie og Rickie svarar því þannig að í raun sé fyrirfram ákveðið allt árið hvaða fötum hann klæðist í hverju móti og hann ferðist í raun með alla línuna og hafi ekki tölu á bolum, buxum og skóm sem hann sé með.  Í rismótum ákveða PUMA og Rickie í sameiningu í hvaða lykilbuxum og bolum hann sé í, að öðru leyti fái hann að ráða í hverju hann sé.   Stundum fái  aðdáendur að velja á milli tveggja bola, sem hann hyggst klæðast í móti, og meirihluti í  atkvæðagreiðslu ráði þá í hvorum bolnum hann sé, svona til að gera þetta skemmtilegt.

Síðan snúast umræðurnar svolítið um derið sem hann er með og hvernig það snýr. Rickie segir m.a. að það snúi alltaf fram á Augusta, í viðtölum eins og því sem hann sé í sé betra að hafa það aftur þannig að sjáist í andlit hans og síðan sé það svona svolítil SoCal tíska að hafa derið til hliðar,  en það geri hann t.a.m. þegar hann spilar í Kaliforníu.

Svo spyr fréttamaðurinn hvernig sé að spila 18 holur með Tiger. Rickie segir að það sé skemmtilegt, hann hafi nokkrum sinnum spilað með Tiger. Þeir æfi m.a. saman heima í Jupiter, Flórída og það sé gaman hjá þeim. Á vellinum grínist þeir og tali oftast um annað en golf og Rickie segist stríða honum og reyna að fá hann til að brosa.

Tiger og Rickie

Tiger og Rickie

Viðtalið er tekið eftir Waste Management, sem fram fer ár hvert á TPC Scottsdale vellinum og Rickie er spurður um hvernig honum líki par-3 16. holan? Rickie segir að völlurinn og þessi vika, sem mótið fer fram sé í uppáhaldi hjá sér og stemmingin sem þar sé.

En best sjá bara Rickie í myndskeiðinu. Til þess að sjá myndskeið af viðtali ESPN við Rickie Fowler SMELLIÐ HÉR: